Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Page 135

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Page 135
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 245 ar menningar hef ég minnzt í sérstakri ritgerð, hinna tveggja vil ég geta hér með nokkrum orðum. Þetta 1. bindi mannkynssögu Ásgeirs Hjartarsonar hefst með yfirliti um steinaldir, hina fornu og nýju. Þá kemur saga hinna fornu menningarþjóða, er byggðu löndin fyrir botni Miðjarðarhafs og austur um dali og fjalllendi Suðvestur-Asíu, þar sem stóð vagga hinnar vestrænu menningar: Egypta við Níl, Súmera við Evrat og Tígris og síðan Babílóníumanna og Assýringa, þá Israelsmanna og Feníka fyrir botni Miðjarðarhafsins og Persa þar norðaustur í fjalllendunum. Síðast í bindinu er rakin saga Forn-Grikkja fram að árinu 300 fyrir uppliaf vors tímatals. Það er enginn smáræðis vandi, sem einn maður færist í fang með því að ætla að gefa almenningi yfirlit um sögu alls mannkyns frá upphafi til þessa dags á þann veg, að saman geti farið fræðsla um öll höfuðstraumhvörf þeirr- ar sögu, skýring þjóðfélagslegra orsaka þeirra og það líf og fylling í fram- setningu og dramatisk bygging verksins, sem fullnægir kröfum nútímakyn- slóðar, ef hún á að líta við að lesa bókina. Yfirleitt hafa mannkynssögur verið ein hinna leiðinlegustu fyrirbrigða, sem fyrir hafa fundizt á bókmenntasviði, skýrslur um sóðalegar athafnir, oftast drýgðar af leiðinlegum og ómerkileg- um mönnum, allt sundurlaust, eina bindiefnið eru nokkur ártöl, sem dreift er til 02 frá um síðurnar. Mannkynssaga Ásgeirs boðar nýjan tíma í ritum þessara fræða. Enn sem komið er er svið sögunnar í blámóðu fjarlægðar bæði í tíma og rúmi, efnið því ekki eins hugstætt öllum almenningi og síðari þættir hennar, þegar nær dregur vorum tíma og viðfangsefni skyldari þeim, er vér nú höfum með hönd- um, og menningarlegt ættarmót greinilegra þeim tímum, sem vér höfum meir verið í kynnum við. En saga þessi er þó ekki aðeins um ákveðnar þjóðir, sem bjuggu á ákveðnu svæði um ákveðið árabil, áttu nafngreindum herfor- ingjum á að skipa og unnu sína sigra og biðu sína ósigra í viðskiptum við aðrar þjóðir, þessar þjóðir búa einnig við ákveðin r.áttúruskilyrði og þar með einnig við ákveðin framleiðsluskilyrði og þar með einnig við ákveðin menningarskilyrði. Með mestu nákvæmni eru þessir þættir raktir saman í frásögninni, svo að þessi kafli sögunnar, sem áður hefur einkum skotið til vor einstökum öngum í gegnum helgimistur trúarbragðasögunnar, stendur nú fyrir oss í nýju ljósi hins rökvísa veruleika. Lögð er meiri áherzla á menning- areinkenni hverrar þjóðar og þá ekki sízt listmenningu en maður á að venj- ast í mannkynssögu ágripum. Frásögn öll er skýr, blátt áfram á látlausu máli. Hún mætti vera fjörmeiri, að skaðlausu mættu færri nöfn koma við sögu og einstakir atburðir, en yfirlit fyllra. Getið er fjölda manna, sem manni er nákvæmlega sama um og myndi ekki muna nöfn á, þótt skyldari væru islenzkri tungu. Væntanlega verður sag- an fyllri, þegar nær dregur vorum tíma, enda tengd nánari böndum áhuga- efnum bæði höfundar og lesenda. Siðskiptamenn og trúarstyrjaldir eftir Sverri Kristjánsson er tvímælalaust
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.