Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1961, Side 14

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1961, Side 14
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR samastað, vinnustofu, þar sem aðstaða sé til að fleiri menn geti hagnýtt sér þessi og önnur verkfœri. En það þýðir að sú frœðistofnun sem hér hefur verið um rœtt verður ekki aðeins að vera til á pappírnum, hún verður að hafa hús- nœði, búið öllum nauðsynlegum áhöldum, engu síður en náttúruvísindamenn verða að hafa sínar rannsóknarstofur með þeim tcekjum sem þar eiga heima. En vísindastofnun í íslenzkum frœðum þarf fleira. Hún þarf starfslið, sem svo er launað að það geti sinnt þar störfum á venjulegum vinnutíma. Nauð- synlegt er að þar sé einhver fastur kjarni, einn eða fleiri menn sem vinni þar fulla vinnu að staðaldri og geti tekið að sér að leiðbeina ungum frœðimanns- efnum, kennt þeim vinnubrögð og bent þeim á verkefni sem brýnust eru hverju sinni. Stofnunin mundi óhjákvœmilega fá það hlutverk að taka við ungum háskólakandídötum sem vildu sinna frœðistörfum þegar að loknu há- skólaprófi. Þeir yrðu því að eiga kost á styrkjum til að vinna þar, annaðhvort tiltekinn tíma á dag eða með öðrum hœtti, undir eftirliti fastra starfsmanna stofnunarinnar. Með því móti áynnist tvennt: annars vegar hefði stofnunin alltaf nóg starfslið og hœgt yrði að tryggja stöðuga og reglulega útgáfustarf- semi, hins vegar fengju ungir menn þar tœkifœri til að reyna hœfileika sína og þjálfa sig til sjálfstœðrar jrœðimennsku. Síðara atriðið er engu síður mik- ilvœgt þegar litið er fram á leið. Eins og nú horfir við, á kandídat sem leggja viU stund á íslenzk fræði á vísindalegan hátt fárra kosta völ, nema að hann geti komizt úr landi. Enda er reynslan sú að flestir þeirra steypast út í kennslu undir eins og þeir eru sloppnir frá prófborðinu, og það eru fáum gefið að halda vísindaáhuga vakandi samfara löngum vinnudegi á kennarastóli, og um frœðistörf verður sjaldnast að rœða úr því. Það er fjarri mér að gera lítið úr störfum kennara, en svo nauðsynleg sem þau eru, þá er hitt þó engu minni þörf að stöðugt sé til hópur manna, og hann ekki of fámennur, sem reynir að þoka þekkingu okkar ögn áfram. Á bak við allan þann fjölda af kennurum sem ár eftir ár stritast við að uppfrœða skóla- œsku þessa lands í íslenzkri tungu og bókmenntum þarf að standa vísindaleg rannsóknarstarfsemi, sífelld leit að aukinni þekkingu, nýjurn og betri niður- stöðum. Annars er hver frœðigrein fyrirfram dœmd til að steinrenna, verða dauður bókstafur, býzantínismi, þar sem öU áherzla er lögð á óbifanlegar kennisetningar, en öU leit að nýjum skilningi, nýjum sjónarmiðum, jordœmd og talin til villutrúar. Þeir menn eru vafalaust til sem mikla fyrir sér hvað þvílík stofnun yrði dýr. Ég vildi svara því til að það er þegar orðið okkur of dýrt að hafa ekki komið slíkri stofnun upp. Ég á þar ekki aðeins við aðstöðu okkar í handritamálinu, 4

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.