Tímarit Máls og menningar - 01.03.1961, Page 21
l&O 000 000
Staðri dimmunni stuggaði frá,
stangaðist, slarkaði
götuvita hersing, sem leiðin lá,
ljósastauraskrefum á fundinn arkaði.
En hátt í loft,
svo eldur og vatn mættu sættast,
risu í brimstrókum höfin.
„Opnið fyrir kjassandi bylgjunni úr Kaspíasjó!
Ei skal okkur aftur til Rússlands neinn farvegur bera!
Oss laðar ei horgrindin Bakú,
en brosandi Nizza,
á baðströnd með öldum Miðjarðarhafs, þar viljum við vera.“
Og loks,
framúr þrumugný
asa og æðis,
djúpum sogum í tröUaukin lungu,
með stormskýjum tættum og óveðurs ofsa
beljaði rússneskt loft um öll rof.
Gau-au-aungum!
Göngumgöngum!
Og allar þessar
hundrað og fimmtíu miljónir manna,
bilj ónir fiska,
triljónir skorkvikinda,
villtra dýra,
húsdýra,
fylki í hundruðum,
með öllu sem var byggt þar,
öllu sem þar stendur,
öllu sem þar lifir,
11