Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1961, Síða 35

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1961, Síða 35
ÆSKUSTOÐVARNAR KVADDAR og virti mig fyrir sér. Loksins urðum við þó að minnast á brottförina. Ég sagði, að ég hefði þegar leigt okkur íbúð og keypt nokkur húsgögn, við yrðum að selja öll okkar húsgögn hér, en bæta öðrum við þegar við værum flutt. Móðir mín féllst á það og sagði að næstum allur farangurinn væri tilbúinn, húsgögnin væri ekki þægilegt að flytja, nokkur hefðu þegar verið seld, en erfiðara væri að innheimta andvirðið. „Þú hvílir þig einn eða tvo daga og heimsækir kunningjana, síðan getum við farið,“ sagði móðir mín. „Já“ sagði ég. „Og hann Run Tu, í hvert einasta skipti sem hann kemur hingað minnist hann á þig. Hann langar alltaf mikið til að hitta þig. Ég sagði honum hvenær væri á þér von, ef til vill kemur hann líka.“ Eins og leiftri skaut einstæðri mynd upp í huga mínum: Fullur silfraður máni undir dökkbláum himni, neðra sendin strönd og úthafið, eins langt og séð varð gat að líta iðgrænar melónur. Mitt á meðal þeirra stendur ellefu til tólf ára gamall drengur með silfurfesti um hálsinn, tvíhendir járnsting og ætlar að reka hann af öllu afli gegn zha,1 dýrið bregður hratt við og skýtur sér burt á milli fóta drengsins. Þessi drengur er Run Tu. Þegar ég þekkti hann var hann aðeins rúmlega tíu ára gamall. Það eru liðin nærri 20 ár síðan; faðir minn var enn á lífi og heimilisástæður góðar. Ég var reglulegur dekurkrakki. Þetta ár var komið að okkur að annast fórnfæringarnar. Slíkt bar aðeins einu sinni að höndum á 30 ára fresti, svo að það hvíldi mikil alvara og hátíðleiki yfir þessu. I vormánuðinum2 voru forfeðralíkneskjunum veittar fórnir. Fórnargripir voru margir, fórnarkerin mjög dýrmæt og fórnfærendur áttu margar komur. Nauðsynlegt var því að vera á verði gegn þjófnaði. Við höfð- um aðeins einn heimilisþjón, og aðeins um annatímann. Hann var sjálfur önnum kafinn, svo að hann spurði föður minn, hvort hann mætti ekki senda son sinn ungan í sinn stað til að gæta fórnarkeranna. Hann hét Run Tu. Faðir minn féllst á það. Ég varð fjarska glaður, því ég hafði þegar fyrir löngu heyrt þetta nafn Run Tu; auk þess var hann á aldur við mig. Hann var fæddur í 13. mánuði ársins, innskotsmánuðinum; en í þeim mánuði skortir frumefnið jörð, svo að hann hlaut nafnið Run Tu.3 1 Enginn veit um hvaða dýr er hér raunverulega að ræða en það mun vera eitthvað svipað hundi. — 2 Fyrsti mánuður ársins eftir kínversku tímatali; hefst venjulega í febrú- ar. — 3 Samkvæmt kínversku tímatali hefur árið 12 30 og 29 daga mánuði. Arið verður því of stutt. Með vissum fresti er skotið inn 13. mánuðinum, svo að tímatalið raskast ekki. Slíkur mánuður er kallaður run-mánuður og árið run-ár. Run Tu er fæddur í run-mánuði 25
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.