Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1961, Qupperneq 39

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1961, Qupperneq 39
ÆSKUSTOÐVARNAR KVADDAR „Jæja, satt er það, því ríkari því fastheldnari á peningana, því fastheldnari á peningana því ríkari.“ Frú „Sirkill“ sneri sér vonzkulega við muldrandi og lötraði út eftir stofunni, stakk hönzkum móður minnar í buxnavasann og gekk út. Næstu daga komu ýmsir ættingja minna í heimsókn. Milli þess að ég tók á móti þeim eða fór sjálfur í heimsóknir, gat ég stolið nokkrum tíma til að taka til farangurinn. Þannig liðu þrír eða fjórir dagar. Einn kaldan dag upp úr hádeginu, er ég hafði lokið hádegismatnum og var að drekka te, fannst mér eins og einhver kæmi inn og ég leit upp. Mér kom þetta alveg á óvænt. Ég stóð upp og gekk fagnandi á móti gestinum. Þetta var einmitt Run Tu. Þótt ég þekkti hann á augabragði, þá var þetta orðinn annar Run Tu en ég hafði þekkt. Hann var helmingi hærri, rjóða búlduandlitið var orðið grágult og rist fjölmörgum djúpum rúnum. Augun voru lík augum föður hans, hvarmarnir þrútnir og uppblásnir. Ég vissi, að fólk sem ræktaði jörðina við sjávarsíðuna þar sem vindur blés af hafi lið- langan daginn, var yfirleitt þannig. Hann bar flókahatt á höfði, klæddur í ofurþunn bómullarföt og skalf eins og hrísla í vindi. Hann hélt á smáböggli og reykjarpípu í hendinni. Höndin var ekki eins og ég minntist hennar, sterk- leg og þrýstin, heldur gróf, klunnaleg og hrjúf eins og hrufóttur trjábörk- ur. Eg varð mjög glaður við en vissi ekki hvað ég ætti að segja, ég sagði bara: „0, Run Tu bróðir ... þú er þá kominn.“ Það var svo margt sem mig langaði til að segja: fasani, stökkfiskur, skeljar, zha . .. öllu þessu vildi ég buna upp úr mér hverju á fætur öðru: en það var eitthvað sem stóð í mér, orðin aðeins hringsnerust í huga mér, ég gat ekki neytt þau út á milli varanna. Hann stóð kyrr, andlitið speglaði bæði feginleik og hryggð. Hann bærði varirnar, en ekkert hljóð myndaðist. Hátterni hans var orðið of lotningarfullt. Hann sagði hátt og skýrt: „Herra.“ Það var eins og skvett hefði verið á mig köldu vatni. Ég vissi, svo mjög sem ég harmaði það, að þykkur veggur skildi okkur að. Ég gat ekki heldur stunið neinu upp. Hann leit aftur fyrir sig og sagði: „Shui Sheng, komdu og hneigðu þig fyr- ir herranum.“ Hann togaði í drenghnokka sem hafði falið sig að baki honum. Þessi drengur var sannarlega eins og Run Tu hafði verið fyrir 20 árum: að- eins eilítið fölari og um hálsinn bar hann enga silfurfesti. „Hann er fimmta barnið og hefur ekkert séð af heiminum, er hræddur við ókunnuga.“ Móðir min og Hong Er komu nú niður, höfðu sennilega heyrt kliðinn. 29
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.