Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1961, Page 42

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1961, Page 42
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR ur Run Tu, þá var æskunni þó ennþá ósundrað, eða var Hong Er ekki rétt áðan að hugsa til Shui Sheng? Ég vonaði að þeim yrði ekki sundrað eins og okkur Run Tu, einnig vonaði ég að þeir yrðu ekki að greiða það fyrir, að þola mína armæðu, að flækjast fram og til baka, eða Run Tus að lifa sljóu tilfinninga- lausu lífi, eða annarra þeirra manna, sem berast stjórnlaust áfram í lífinu. Þeir ættu að lifa nýju lífi, lífi, sem við höfðum aldrei fengið að reyna. Ég hrökk skelkaður upp af hugrenningum mínum. Þegar Run Tu hafði val- ið sér reykelsisker og kertastjaka, hafði ég glott undir handarjaðarinn, áleit að hann tilbæði alltaf þessa falsguði og gleymdi þeim ekki stundarlangt. En voru þessir guðir mínir ekki heimatilbúnir falsguðir? Eini munurinn að upp- fylling vona hans var nálægari en minna. Ég sat sem í þoku; frammi fyrir mér opnaðist iðgræn sjávarströnd undir dimmbláum himni, lýstum fullum silfruðum mána. Ég hugsaði með sjálfum mér: Uppfylling vonarinnar, hún er ekki eitthvað sem annað hvort er fyrir hendi eða er ekki fyrir hendi. Hún er eins og troðningurinn: Hann varð ekki til fyrr en fætur mannanna höfðu troðið hann ofan í svörðinn. Skúli Magnússon þýddi úr kínvcrskiu :í2

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.