Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1961, Side 45

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1961, Side 45
GITANJALI A ISLANDI sveinar Tagórs á Vesturlöndum brást bogalistin. Náttúrleg undirstaða skáld- skapar einsog Gitanjali, hiti og gróður brunabeltisins, er ekki fyrir hendi í okkar heimkynnum; þessi hörgull á forsendum gerði jafnvel eftirhermu af slíkum skáldskaparstíl vonlausa. Guðdómleg birtíng eins og í Gitanjali vakti reyndar aðdáun okkar fullkomna; en þessi opinberun var háð loftslagi ólíku okkar veðrum, sem er sama og segja að hún hafi verið afspríngi annarrar menníngar. Á Indlandi er alfaðmandi guð brunabeltisins næstur sálinni í skugganum. Þar situr nakinn beiníngamaður og blínir útí loftið með þesskon- ar stari annars heims sem vel gæti verið augnaráð Gautama sjálfs. Hér á landi mundum við verða úti ef við sætum of leingi á víðavángi að hugsa um eigin- leika guðs; eða fykjum í rokum þeim sem eru tíðust veðra hjá okkur. Ofundsverður sá sem á sér guð líkan þeim hjá Tagóri: alvininum, ástmegin- um, lótosblóminu, ókunna manninum sem er að sýngja á lútu í bátnum þarna nálægt fljótsbakkanum hinumegin! Guð sá sem fyrirhittist í einstaka sálmi úr bókmentum gyðínga, biflíunni, kynjaður úr austurbotnum Miðjarðarhafs, hann er ekki með öllu óskyldur þeim er Tagór trúir; endrum og eins bregður þessum guði líka fyrir í kín- versku bókinni um veginn; hér í Norðurálfu hefur einginn gerst hans árnaðar- maður síðan miðaldamúnkar svo sem höfundur Eftirlíkíngar Krists byrgðu sig inni í þraungum steinklefum og dimmum kapellum til þess að hugleiða leynda hluti — án sambands við sólu, ferskt loft og ilm náttúru. Nú á dögum er guð á Vesturlöndum annaðhvort framkvæmdastjóri í Al- heimsfirmanu mikla & Co., ellegar ímyndaður hulduleikbróðir einfalds barns- hugarins. Hann er sá sem við æpum á þegar okkur verður hverft við til muna; eða þegar við erum að deya. Því er sem er, andlegur veruleiki einsog hjá Tag- óri mun halda áfram að vera aðeins ein af furðum Austurlanda fyrir hug- skotssjónum vestrænna manna enn um sinn. Við vesturlandamenn búum við mikinn stundlegan auð hjá því sem þeir í Austurlöndum. Samt eigum við fátt iil samjafnaðar við verðmæti er veita still- íngu hugarins einsog tjáð er í þessu upphafi ljóðs úr Gitanjali: „Þegar ég loks- ins fer héðan, þá vil ég að þetta sé kveðjuorð mitt: Það sem ég sá var óvið- jafnanlegt." 35

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.