Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1961, Side 46

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1961, Side 46
GEIR KRISTJANSSON Að vingsa höndunum HANN sat á steini uppi í hlíðinni og dundaði sér, og hver mundi trúa því, að þetta var lábarinn steinn. Héðan sáust öll húsin, þökin á þeim. Hvað voru þau mörg, fimmtíu, hundrað? Samkomuhús, kirkja, kaupfélag, hvers vegna var hann ekki farinn ? Beint þar niðurundan sem hann sat sá á hálft þakið á skólahúsinu. Nefnið tvær þverár Volgu, og hvaða ár var Orlygsstaðabardagi! Einmitt núna var verið að hringja inn í fyrsta tímann á skólaárinu. Það voru yngstu rollingarnir, svo feimnir og prúðir að þeir þorðu ekki einusinni að leika sér í frímínútun- um. Þannig var það alltaf fyrsta daginn. Krakkar voru þreytandi, og hann var feginn að þurfa ekki að sitja þarna niðri með öll þessi litlu og spurulu andlit fyrir framan sig. Yfir hverju hafði hann annars verið að hanga hér í allt sumar? Ekki einu- sinni hægt að komast á kvennafar án þess að setja allt á annan endann. Auð- vitað hafði hann búizt við að halda stöðunni, annars hefði hann ekki verið liér. Ætlaði hann þá að verða mosagróinn í þessum himdsrassi, þessum flugna- skít á íslandskortinu? Átti hann ekkert betra framundan? Nú var hann búinn að vera hér í sjö mánuði og þekkti engan, eða svotil engan. Það er ekki auðvelt að kynnast fólki í svona þorpum, í svona þorpum eru ljósár á milli manna, og þó líður varla sá dagur að allir sjáist ekki. Hann gat aldrei orðið einn af þeim, og langaði ekki til þess. Þeir höfðu líka haft allt á móti honum strax frá upphafi. Svoleiðis leyndi sér ekki. Hann var að sunnan og spillti málfari barnanna. Hann safnaði skeggi einsog atómskáld. Jafnvel þegar hann rakaði af sér þetta brúsandi atómskegg, litu þeir hann hornauga fyrir að hafa rakað það af sér. Hann rakaði það af sér, af því hann var farið að klæja í það, en ekki til að þóknast þeim. Núna furðuðu þeir sig á því, að hann skyldi sitja þarna: „Jahérna, situr hann þá ekki ennþá á sama stað! Er þetta normalt?!“ Þannig voru þeir. Hann gekk sér til skemmtunar útum móana, og það var ónormalt. Hann settist á stein 36

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.