Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1961, Page 49

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1961, Page 49
EG Ég á skeyti á lager jrátekin fyrir Húnvetnínga, Skagfirðínga og aðra skepnuníðínga ráðherra, okrara og aðra barnamorðíngja. IV Ég er barn fortíðarinnar: Ég skeggrœði við Náttfara og Gvend góða kveðst kumpánlega á við Bólu-Hjálmar og Æra-Tobba faðma að mér Stephan G. og Gretti Ásmundarson blanda geði og svita við Guðrúnu Ósvífursdóttur. Ég er barn nútimans: Ég fleygði atómspreingju á Hírósíma tættist sundur í atómspreingíngu í Hírósíma ligg og þjáist af geislasárum í Hírósíma. Ég er barn framtíðarinnar: Á segulmagnaðri rákhettu þeysi ég um þvert og endilángt himnaríki. V Þótt undarlegt kunni að virðast er ég samansaumaður skynsemisdýrkandi og menníngarpostuli. Sumir halda að menníng sé mönnum tiltölulega óviðkomandi að menníng sé bara nokkrar rykfallnar skrœður eða tveir kallskröggar úti í heimi Pund og Eljótur sem rembast við að hœla hvor öðrum uppí hástert. 39

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.