Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1961, Side 51

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1961, Side 51
VIÐREISN EFNAHAGSLÍFSINS Einsog alþjóð er Jcunnugt eru 2-\-2 = 5. Þessa meginreglu lölvisinnar hefur sérfrœðíngum vorum ekki sést yfir í raunhœfum tillögum sínum til úrbóta á réttlátri skiptíngu þjóðarteknanna. I þessum kassa eru 2-\-2 brauð — semsagt 5 brauð. Braskarar hljóti 2 bitlíngaseggir önnur 2. Þá er (einsog hver skyni gœddur maður hlýtur að sjá) 1 brauð eftir og finnst oss sanngjarnt að það komi í hlut alþýðunnar. Surnurn kann að finnast þessi hlutur naumur en hinir djúpvitru hagfræðíngar vorir hafa einnig fundið leiðir til að hindra gerræði á þessu sviði. Uppi á háalofti er 1 brauð aukreitis. Það er að vísu hlaupinn í það fúkki en hvað um það. Þess er að vœnta að hin þrautseiga og eljusama íslenzka alþýða sýni biðlund lifi ekki um efni fram og láti ekki þá ósvinnu spyrjast um sig að hún sé matvönd. 41

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.