Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1961, Page 54

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1961, Page 54
ILJA ERENBÚRG Mennimir, árin, lífið [Þættir Jjeir sem hér fara á eftir eru upphafið á endurminningum Eren- búrgs, sem byrjuðu að koma út í tímaritinu Novi mír á síðasta ári, 8., 9. og 10. hefti. Fjallar mestur hluti þeirra um dvöl höfundarins í París fram að byltingu og kynnum hans þar við ýmsa listamenn og rithöfunda: Modi- gliani, Diego Rivera, Max Jacob, Alexei Tolstoj o. fl., en í síðustu köflun- um sem hér eru þýddir er numið staðar við burtför Erenbúrgs frá Rúss- landi 1908.] Mig hefur lengi langað til að skrifa um ýmsa menn, sem ég hef kynnzt á ævinni, um nokkra viðburði, sem ég tók þátt í eða var vitni að. En ég hef oftar en einu sinni slegið þessu verki á frest: stundum gat ég ekki komið því við, stundum sóttu að mér efasemdir — hvort mér tækist að endurskapa menn og myndir, sem hafa fölnað með árunum, hvort hægt væri að treysta eigin minni. Nú hef ég samt sem áður hafizt handa, því lengur verður samn- ingu þessarar bókar ekki skotið á frest. Fyrir þrjátíu árum skrifaði ég í ferðapistli: „í Abramtsévo í sumar leið horfði ég á hlynina í garðinum, á dauða hægindastólana. Aksakof hafði tíma til að hugsa um allt. Bréf hans til Gogols eru flausturslaus lýsing sálar og tímabils. Hvað skiljum við eftir okkur? Kvittanir: „Móttekið hundrað rúblur“ (með prentstöfum). Við höfum hvorki hlyni né hægindastóla, og við hvílumst eftir sálardrepandi ringulreið ritstjórnarskrifstofu og forstofa í járnbrautar- klefa og á þilfari. I þessu er að líkindum ákveðinn sannleikur fólginn. Tíminn hefur fengið sér hraðgenga vél. En þú getur ekki hrópað til bifreiðar: „stanz- aðu, ég vil skoða þig betur“. Við getum aðeins sagt frá hraðfara ljósgeislum hennar. Við getum — og það er líka lausn — hafnað undir hjólum hennar.“ Margir jafnaldrar mínir lentu undir hjólum tímans. Ég er á lífi, — ekki vegna þess að ég hafi verið sterkari eða framsýnni en þeir, heldur af því, að á sumum tímum líkjast örlög mannsins ekki skák, tefldri að öllum reglum, held- ur happdrætti. 44

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.