Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1961, Qupperneq 55

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1961, Qupperneq 55
MENNIRNIR, ÁRIN, LÍFIÐ Ég hafði rétt fyrir mér, þegar ég endur fyrir löngu sagði, að okkar öld skildi lítið eftir af lifandi vitnisburði: fáir hafa haldið dagbækur, bréf voru stutt, gagnorð — „lifandi, við góða heilsu“, lítið var skrifað af endurminningum. Þetta á sér margar ástæður. Ég drep á eina, sem ekki er víst að allir hafi gert sér grein fyrir: við vorum of oft ósátt við fortíð okkar til að geta hugsað um hana vel og rækilega. Á hálfri öld breyttist mörgum sinnum mat okkar á mönn- um og viðburðum, það var ekki lokið við setningarnar; hugsanir og tilfinn- ingar létu ósjálfrátt undan áhrifum kringumstæðnanna. Leið hvers einasta manns lá um órutt land; menn hröpuðu í gljúfrum, hrösuðu, gripu dauðahaldi í hvassa kvisti dauðs skógar. Gleymskan varð okkur oft til sjálfsvarnar: það var ekki hægt að halda ferðinni áfram með minningum um fortíðina, þær heftu fæturna. í bernsku heyrði ég málsháttinn: „Erfitt á sá, er allt man“, og ég sannfærðist síðar um það, að öld okkar var of erfið til að hægt væri að draga á eftir sér hlass af endurminningum. Jafnvel atburðir, sem svo mjög fengu á þjóðirnar eins og tvær heimsstyrjaldir, urðu fljótlega að sögu. Nú segja útgef- endur allra landa: „Bækur um stríðið seljast ekki.“ Sumir hafa þegar gleymt, aðrir vilja ekki fræðast um hið liðna. Allir horfa fram á við, það er vissulega ágætt; en hinir fornu rómverjar tignuðu guðinn Janus ekki að ástæðulausu. Janus hafði tvö andlit, það bar ekki vott um tvöfeldni hans, eins og oft er sagt, nei, hann var vitur: annað andlit hans sneri að fortíðinni, hitt að framtíðinni. Musteri Janusar var lokað aðeins á friðarárum, en á þúsund árum skeði það aðeins níu sinnum, því friður var afar sjaldgæfur viðburður í Róm. Mín kyn- slóð líkist ekki rómverjum, en við getum einnig talið á fingrum okkar meira eða minna friðsamleg ár. Samt sem áður virðist okkur víst, — þveröfugt við rómverja, að okkur beri að hugsa um fortíðina aðeins á tímum almenns friðar. Þegar sjónarvottar þegja, fæðast þjóðsögur. Við segjum stundum „áhlaupið á Bastilluna“, þótt enginn hafi gert áhlaup á Bastilluna, —14. júlí 1789 gerðist einn af atburðum byltingarinnar frönsku, Parísarbúum veittist létt að komast inn í fangelsið og þar voru mjög fáir fangar í haldi. Samt varð einmitt taka Bastillunnar þjóðhátíðardagur lýðveldisins. Þær myndir sem seinni kynslóðir fá af rithöfundum eru mjög afstæðar, og stundum eru þær alveg andstæðar raunveruleikanum. Til skamms tíma álitu lesendur Stendahl egotista, þ. e. a. s. mann, gersamlega sokkinn í eigin hugar- heim; samt var hann maður félagslyndur og hataði eigingirni. Venjulega er talið, að Túrgénéf hafi elskað Frakkland, hann bjó þar lengi, var vinur Flau- berts, en í raun og veru skildi hann frakka aldrei og hafði á þeim litlar mætur. Sumir halda að Zola hafi reynt flestar freistingar, hann sem er höfundur Nana; 45
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.