Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1961, Síða 56

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1961, Síða 56
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR aðrir sem muna hlutverk hans í vörn Dreyfusar álíta hann þjóðmálafrömuð, ástríðufullan baráttumann; en þessi þéttvaxni fjölskyldufaðir var óvenjulega skírlífur maður, og að undanskildum síðustu árum ævinnar var hann jafnan langt frá þeim þjóðmálastormum sem skóku Frakkland. Þegar ég ek eftir Gorkígötu sé ég mann úr bronsi, mjög hrokafullan, og furða mig í hvert sinn innilega á því, að þetta skuli vera minnisvarði Maja- kovskís, svo mjög er þessi stytta ólík manninum sem ég þekkti. Aður sköpuðust þjóðsöguhetjur áratugum saman, stundum á heilum öldum; nú eru það ekki aðeins flugvélarnar sem þeytast hratt yfir heimshöfin, menn- irnir þeytast upp af jörðinni á augabragði og gleyma hve yfirborð hennar er litauðugt og margbrotið. Stundum finnst mér, að nokkur hnignun bókmennta, sem við verðum vör við hérumbil allstaðar á seinni helmingi aldar okkar sé tengd því, hve hratt dagurinn í gær breytist í afstæðan veruleika. Rithöfundur lýsir mjög sjaldan fólki, sem er til í raun og veru, — einhverjum ívanof, Durand eða Smith; hetjur skáldsögunnar eru málmblanda úr mörgu fólki sem höfundurinn hefur kynnzt, úr hans eigin reynslu og heimsskilningi. Má vera að Sagan sé skáldsagnahöfundur? Má vera að lifandi fólk sé fyrirmynd hennar, og hún bræði það upp þegar hún skrifar skáldsögur — góðar eða vondar. Allir vita hve ólíkar frásagnir sjónarvotta af einhverjum atburði eru. Oftast verða dómararnir að reiða sig á eigin skarpskyggni, hve samvizkusamir sem vitnin annars eru. Höfundar endurminninga, sem halda því fram, að þeir lýsi tímabilinu hlutdrægnislaust, lýsa næstum því alltaf sjálfum sér. Ef við tryðum á þann Stendahl sem nánasti vinur hans, Mérimée, sýnir okkur, þá gætum við aldrei skilið hvernig fyndinn og egósentrískur samkvæmismaður gat lýst mikl- um mannlegum ástríðum, — en til allrar hamingju hélt Stendahl dagbækur. Hugo, Herzen og Túrgénéf hafa allir lýst hinum pólitíska stormi sem skall á París 15. maí 1849, en þegar ég les minnisblöð þeirra, finnst mér að sagt sé frá gerólíkum viðburðum. Stundum greinir menn á um eitthvað vegna þess að þeir hugsa á ólíkan máta, stundum fyrir sakir venjulegrar gleymsku. Tíu árum eftir dauða Tsjék- hofs deildu menn sem þekktu Anton Pavlovítsj vel um það, hvernig augu hans hefðu verið — brún, grá eða blá. Minnið geymir eitt, sleppir öðru. Ég man í smáatriðum nokkrar myndir bernsku minnar, unglingsára, en alls ekki þær þýðingarmestu; ég man suma menn, öðrum hef ég gleymt gjörsamlega. Minnið er líkt bílljósum sem um nótt falla á tré, varðskýli eða mann. Menn (einkum rithöfundar) sem segja ná- kvæmlega og skipulega frá ævi sinni, fylla venjulega í eyðurnar með tilgátum, 46
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.