Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1961, Qupperneq 57

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1961, Qupperneq 57
MENNIRNIR, ÁRIN, LÍFIÐ og það er erfitt að ákveða hvar raunverulegar endurminningar enda og skáld- skapur tekur við. Ég ætla ekki að segja skipulega frá liðnum árum, ég vil ógjarnan blanda saman því sem var og getgátum; auk þess hef ég skrifað margar skáldsögur, og persónulegar endurminningar voru mér efniviður í mörg atvik þeirra. Ég ætla að segja frá nokkrum árum, nokkrum mönnum, og fer þá saman það sem ég man og hugsanir mínar um fortíðina. Að líkindum verður þetta fremur bók um sjálfan mig en um tímabilið. Vissulega mun ég segja frá mörgum sem ég þekkti, frá stjórnmálamönnum, rithöfundum, listamönnum, frá draumóra- mönnum og æfintýramönnum; nöfn nokkurra þeirra eru öllum kunn; en ég er ekki hlutdrægnislaus annálaritari og þetta verða aðeins tilraunir til lýsingar. Já og atburðum mun ég ekki reyna að lýsa í réttri tímaröð, heldur í tengslum þeirra við lítil örlög mín og hugsanir mínar í dag. Ég hélt aldrei dagbækur. Líf mitt var fremur friðlítið, og mér tókst ekki að varðveita bréf vina minna, — ég neyddist til að brenna hundruðum bréfa þeg- ar fasistar hertóku París; já og síðar voru bréf heldur eyðilögð en geymd. Árið 1936 skrifaði ég skáldsöguna ,,Bók fyrir fullorðna“; hún er ólík öðrum skáldsögum mínum að því leyti, að í henni eru kaflar sem með réttu geta talizt endurminningar. Sitthvað mun ég tilfæra úr þessari gömlu bók. Nokkrir eru þeir kaflar, sem að mínum dómi er enn of snemmt að prenta, þar eð rætt er um menn og atburði, sem enn eru ekki orðnir eign sögunnar; ég mun reyna að aflaga ekkert af ásettu ráði, — gleyma starfsaðferðum skáldsagnahöfundarins. Steinninn er alltaf kaldur, hann er í eðli sínu óskyldur mannlegum líkama, en frá elztu tímum hafa myndhöggvarar valið sér marmara, granít eða málm — bronsið — til túlkunar á manninum. Þeir gripu þá aðeins til viðarins, ef þeir hugðu á skreytingar, þótt viðurinn sé vissulega miklu skyldari holdinu en steinninn. Steinninn freistaði vegna þess að hann er erfitt efni og hann er langlífur. í hinum ýmsu söfnum standa raðir steinmynda, margar þeirra eru dásamlegar, en allar eru þær kaldar. En stundum færist ylur í styttuna, hún fær líf frá augum safngestsins. Með ástföngnum augum hefði ég viljað gefa líf nokkrum steingervingum fortíðarinnar; já og færa sjálfan mig nær lesaran- um: allar bækur eru skriftamál, en bók endurminninga er skriftamál án til- rauna til að fela sjálfan sig bak við skugga upphugsaðra sögupersóna. 47
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.