Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1961, Síða 59

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1961, Síða 59
MENNIRNIR, ÁRIN, LÍFIÐ veldunum; áhugamenn um æðri pólitík sögðu: „jafnvægið í Evrópu bjargar friðnum“. Allt var enn með kyrrum kjörum í Rússlandi. Alexander þriðji hafði stillzt nokkuð eftir að hreyfing „Þjóðviljamanna“ hafði verið bæld niður. Að vísu var farið í smákröfugöngu í Pétursborg fyrsta maí. Að vísu las Lenín Marx í borginni Samara. En gat þetta fengið á almáttugan keisarann? Hann bar höndina upp að húfuderinu með mestu ró þegar hljómsveitin lék Marseillais- inn við komu frönsku herskipanna. Hann sagði ánægður: nú er hafizt handa um hina miklu Síberíubraut, bráðum verður hægt að fara með lest frá írkútsk til Moskvu ... Fyrsti maí hafði ekki enn fest rætur. Árið 1891 skaut lögreglan á fyrstamaí- kröfugöngu í verkamannabænum Fourmies í Norður-Frakklandi. Blöðin skrif- uðu: „Ognþrungnir skuggar kommúnaranna lifna aftur.“ I Þýzkalandi var „Alþýzka sambandið“ hátíðlega stofnað. Þar var mikið talað um lífsrými, um hlutverk Þýzkalands, um komandi herferðir, og feður stormsveitarmanna æptu „hoeh“. Jaurés skrifaði, að ekki myndu böðlar Fourmies vinna sigur, heldur verka- menn, alþjóðahyggjumenn, verjendur mannréttinda. Nei, árið 1891 er ekki svo fjarri okkur, byrjað var að sjóða þann graut sem okkar kynslóð hefur lengi og samvizkusamlega étið. Lífsbraut hvers manns er bugðótt og flókin, en þegar horft er yfir hana af hæðum, þá sjáum við, að hún á sér sína földu beinu linu. Menn sem fæddust á því friðarári 1891, þegar í Rússlandi var hungursneyð en frábært vín í Frakklandi, áttu eftir að sjá marg- ar byltingar, margar styrjaldir, Októberbyltinguna, gervitungl, Verdun, Stalin- grad, Auschwitz, Hiroshima, Einstein, Picasso, Chaplin. Fjórtánda janúar 1891, sama dag og ég sá dagsins Ijós í Kíef á hinni bröttu Institútgötu sem liggur frá Krésjatník upp að Lípki, skrifaði Anton Tsjékhof, þá staddur í Pétursborg, systur sinni eftirfarandi línur: „Það umlykur mig þykkt andrúmsloft illvilja, mjög óákveðins og mér óskiljanlegt. Mér er boðið að éta, mér er sungið auvirðilegt lof, en þessir menn eru um leið reiðubúnir að rífa mig í sig. Fyrir hvað? Það má andskotinn vita. Ef ég skyti mig, gerði ég mikinn greiða níu af hverjum tíu vinum mínum og aðdáendum. Og hvað þeir tjá ómerkilega sínar ómerkilegu tilfinningar. Búrenín úthúðar mér í kjallara- grein, þótt það sé hvergi siður í blöðum að ráðast á eigin samstarfsmenn.“ Hvað sagði Búrenín um Tsjékhof? — „Slíkir meðalmenn venjast af því að horfa með einurð á lífið í kringum þá og hlaupa sem fara gerir.“ í janúar 1891 byrjaði Anton Pavlovítsj að skrifa söguna „Einvígið“. Ég les oft í Tsjékhof, tímarit máls og mennincau 49 4
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.