Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1961, Síða 63

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1961, Síða 63
MENNIRNIR, ÁRIN, LÍFIÐ Utan dyra gættu lögregluhermenn okkar, þeir tóku okkur gjarnan tali, sögð- ust bera virðingu fyrir okkur — við vorum ekki þjófar heldur „stjómmála- menn“. Sumir féllust á að koma bréfum áleiðis. Þrítugasta marz sendi ég bréf til Asju. Að líkindum hafði ég þar áður fengið frá henni orðsendingu sem mér hefur gramizt, því ég skrifa henni: „Aðeins vissan um það, að það er þýðingarmikið fyrir málstaðinn að ég fái fréttir að utan, að ég haldi tengslum við hreyfinguna, fær mig til að biðja yður að skrifa mér.“ Bréf mitt fannst við húsrannsókn .hj á Asju og var það notað við réttarhöldin. Eftir þessu bréfi að dæma, hef ég í fangelsinu lifað á sömu hugsunum og þegar ég gekk frjáls: „Það er ánægjulegt að heyra, að starfi okkar miðar áfram, þrátt fyrir allar hindranir. En bréf yðar mælir líka með mínum áformum. Nýju meðlimirnir í klúbbnum geta verið ágætis strákar, en ég efast mjög um jafnaðarmennsku þeirra, og skipulagsstarfsemi þeirra er einna líkust leik smábarna.“ (Ég les þessar línur brosandi, — sautján ára stráklingur afhjúpar barnaleiki nýrra meðlima í nemendasamtökunum). Síðan sný ég mér að almennum pólitískum vandamálum: „Sjálfsmenntunarfélag Fljótshverfis1 var ekki leyft“, „Verka- mannabandalagið“ var bannað, ríkisstjórnin hefur auðsjáanlega ákveðið að byrgja neðanjarðarhreyfingunni allar dyr. Við verðum að brjóta þær upp. En einu má ekki gleyma: þessi samtök eru aðeins hjálpartæki, en ekki höfuð- vandamál hins leynilega starfs.“ Eftir að þetta bréf fannst hjá Asju var ég sendur frá Masnítskaja til Súséf- skaja. Mér fannst nýja fangelsið himnaríki líkast. í stórum klefa sváfu margir fangar á einu fleti, ekki var hægt að snúa sér við án þess að vekja þann næsta. Allir rifust, æptu, sungu „Heilagi Bækal, ó dýrlega haf .. .“ Fangavörðurinn var fylliraftur og dáði peninga, koníak, konfekt, kölnarvatnið Brocard; hann virti einnig félagsskap menntaðra manna, sagði oft: „Þið stjórnmálamennirn- ir eruð sönn gáfnaljós.“ Hann virti heimsóknarleyfi einskis, þau giltu því að- eins að þrjár rúblur væru lagðar með. Það var hægt að senda okkur alla skap- aða hluti, en vörðurinn tók það til sín, sem honum þótti mest í varið. Stundum kom hann draugfullur inn í klefann, hlustaði brosandi á deilur jafnaðarmanna og þjóðbyltingarmanna og muldraði: „Þið bölvið hver öðrum í sand og ösku, en ég elska ykkur alla jafnt sko, þjóðbyltingarmenn, bolsévíka og ménsévíka. Þið eruð gáfaðir menn, en drottinn einn veit, hvað um Rússland verður.“ Hann hafði mikið rautt nef og angaði alltaf af spíritus. Sumir fanganna hneyksluðust á stöðugum hávaða allan daginn, það væri ekkert hægt að lesa. Við kusum oddvita, mensévika með gleraugu, hann lýsti 1 Fljótshverfi, rússn.: Zamoskvorétsjé, eitt af hverfum Moskvuborgar. 53
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.