Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1961, Síða 68

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1961, Síða 68
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR — í október hafa eftirtaldir menn flutzt á eftirlitssvæðið,“ — síðan kemur listi og þar er „Ilja Grígorév. Erenbúrg, stúdent“. Verst að ég skyldi ekki sjá þessa skýrslu fyrr en eftir hálfa öld: þá hefði ég líklega orðið stoltur af því að hann hélt mig vera stúdent. Mér hefði reynzt erfitt að rifja upp ýmis smáatriði frá dvöl minni í Poltava; en sem oftar komu skjalasöfn lögreglunnar til hjálpar: „Afrit af bréfi frá Ilju Grígorévítsj Erenbúrg, nú undir eftirliti í Poltövu. Bréfið fengið frá erind- rekum vorum. Dagsett 20. sept. 1908 til Símu í Kíef. — „Heiðraði félagi. Sendi nokkrar upplýsingar um félagana í Poltövu. Hér eru tveir-þrír leshring- ar, engir starfskraftar. Ástandið yfirleitt sorglegt. Það er að minnsta kosti hlægilegt að tala um ráðstefnu við slík skilyrði ... Ég sem „bolsévíki“ fékk lengi vel ekki að vera með, já og núna sit ég á fundum sem „undantekning“. Gott væri ef þið senduð nokkra tugi af „Oreiga Suðurlandsins“ ásamt nýjum fréttum af ykkar högum.“ Ég man ekki lengur hver Síma var, en ég minnist þess, að í Poltava var mensévikadeild, og þar eð ég var bolséviki og þar að auki bráðungur og furðulega ósvífinn, þá skaut ég skelk í bringu einum indælum, veiklulegum mensévika með Tsjékhofskegg, sem hafði að orðtaki: „Þetta er sko ekki hægt, það er ómögulegt svona allt í einu . ..“ Samt sem áður tókst mér að ná sam- bandi við þrjá bolsévíka, sem unnu á járnbrautarverkstæði og skrifa tvö flug- rit. Ég átti að koma á lögreglustöðina einu sinni í viku, en „eftirlitið“ lét sér það ekki nægja, öðru hverju heilsaði lögreglan upp á mig, vakti mig fyrir allar aldir, barði á glugga á næturnar. Þegar ég einhverju sinni kom heim sá ég lögregluþjón með hettu á höfði sitja á rúmi mínu. „Þú ert á fartinni,“ sagði hann ásakandi, tók af borðinu stílabók — glósur úr „Sögu heimspek- innar“ eftir Kuno Fischer, — batt snyrtilega um bækur mínar með snæri og hafði á brott með sér. Brave skraddari bað mig snöktandi að fara úr herberginu: lögreglan hafði sagt honum, að hann myndi verða fyrir miklum óþægindum ef hann segði mér ekki upp. Aftur hófst hin niðurlægjandi leit að húsnæði. Eftir þrjá eða fjóra daga fann ég þægilegt herbergi, og húsráðandi svaraði aðvörun minni hlæjandi: „Ég er sjálfur undir eftirliti...“ Hann hafði samúð með þjóðbylt- ingarmönnum, og á næturnar deildum við um hlutverk einstaklingsins í sög- unni; stundum rufu lögregluheimsóknir samræður okkar. Frændi minn bauð mér að hlusta á málaferli fyrir héraðsdómi; hann skyldi verja einhvern mannaumingja, sem var ákærður fyrir þjófnað. Ég tók að 58
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.