Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1961, Page 70

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1961, Page 70
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR „hér hlýnar þér,“ sagði hún og gaf mér sígarettupakka (ég reykti ekki, en neit- aði aldrei sígarettu), en sjálf fór hún út á götu að leita að viðskiptavini. (Meðal gleðikvenna eru margar konur, sem ekki hafa týnt niður manngæzku sinni. Þetta skildi ítalski kvikmyndastjórinn Fellini, þegar hann vann að „Notti di Cabiria“. Eg hef séð síðustu mynd hans „Hið ljúfa líf“, einstaklega miskunnarlausa kvikmynd, hið eina hlýlega, mannlega í henni er það, þegar rómversk gleðikona af góðvild sinni skýtur skjólshúsi yfir ríka, hrjáða elsk- endur). Sömu erfiðleikarnir biðu mín í Moskvu. Ég gat ekki farið heim, og vissi ekki hvar ég gæti höfði hallað. Ég neyddist til að leita uppi kunningja sem ekki voru tengdir neðanjarðarhreyfingunni, hina svonefndu „fylgifiska“. Einn skólabróðir minn varð firnalega skelkaður þegar hann sá mig, sagðist vera að ganga undir stúdentspróf, sagði ég mætti ekki eyðileggja alla framtíð hans, bauð mér peninga og ýtti mér út á gang. Ég gisti hjá ljósmóður nokkurri; hún var svo hrædd, að hún gat ekki sofið, og ég þá ekki heldur: henni fannst alltaf einhver vera í stiganum, grét og gleypti hofmannsdropa með mikilli ákefð. Brátt fauk í öll náttskjól. Ég var eina nótt á götunni. Ég gekk um hugs- andi: þetta er mín heimaborg, hérna er hús sem ég vandi komur mínar í, og hvergi er rúm fyrir mig ... Heimskulegar hugsanir, sem eiga sér enga afsökun aðra en æsku mína. Það sem á eftir kom var enn heimskulegra: ég fór til öryggislögreglunnar og lýsti yfir því, að ég kysi heldur fangelsi en lögreglueftirlit. Vasíléf höfuðsmað- ur hló lengi að mér, sagði síðan: „Karl faðir yðar hefur lagt fram beiðni um að yður verði leyfð stutt utanlandsferð til lækninga.“ Ég hélt hann væri að gera gys að mér, en hann sýndi mér skjal þess efnis sem á lagamáli er nefnt „breyttar varúðarráðstafanir“. Á skjalinu stóð, að lögreglueftirlit sé talið ófullnægjandi, en til „að tryggja það, að ákærður mæti til réttarhalds“ skuli faðir minn leggja fram 500 rúblna tryggingu. (Kora Ivenson varð að borga fjögur hundruð, Neumark þrjú hundruð, Jakovléva tvö hundruð, Oskolkof hundrað. Ekki veit ég hver hefur metið okkur til fjár eða eftir hverju hann hefur farið.) Ákæruskjalið var afhent sakborningunum hálfu öðru ári síðar eða 31. maí 1910. Ég bjó þá í París og orti Ijóð um riddara miðalda. Mér var opinberlega tilkynnt, að utanferð mín hefði verið ólögleg „þar eð lögin útiloka þann mögu- leika að ákærðum sé leyft að dveljast erlendis, þ. e. a. s. utan vorrar lögsagn- ar“. Föður mínum var tilkynnt, að tryggingarféð, sem hann hefði lagt fram 60

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.