Tímarit Máls og menningar - 01.03.1961, Blaðsíða 71
MENNIRNIR, ÁRIN, LÍFIÐ
„yrði samkvæmt 427. grein hegningarlaga látið renna í byggingarsjóð fang-
elsa“.
í september 1911 var dæmt í máli nemendasamtakanna; mál Erenbúrgs og
Neumarks var tekið fyrir sér. Verjendurnir bentu réttilega á það, að aðalsöku-
dólgarnir væru flúnir. Oskolkof var dæmdur í átta mánaða fangelsi, hinir voru
sýknaðir.
Ég vildi ekki fara til útlanda, allt sem ég lifði fyrir var í Rússlandi. Ég leit-
aði uppi einn félaga minna; hann sagði við mig: „Þú skalt fara. Þú þarft að
bæta pólitíska menntun þína. Lenín er ekki í Genf sem stendur, hann er í París.
Farðu til Parísar, þú hittir þar Savtsjénko, Ljúdmílu ...“
Ég ákvað að dvelja ár í París, en koma mér svo aftur til Rússlands á ólög-
legan hátt. „Til Parísar og ekkert annað,“ sagði ég við foreldra mína. Móðir
mín grét: hún vildi ég færi til Þýzkalands og gengi þar í skóla; í París væru
svo margar freistingar, örlagakonur, þar gæti drengurinn farið sér að voða . . .
Mér var þungt um hjartað þegar ég fór, en enn þyngra var koffortið mitt; í
það hafði ég lagt eftirlætisbækur mínar. Ég var með loðhúfu, í vetrarfrakka
og uppháum skóhlífum.
Sjöunda desember árið 1908 tilkynnti Gromyko hershöfðingi Nékrasof,
höfuðsmanni í Poltava, að „Ilja Grígorév. Erenbúrg hafi enn ekki komið fram
í Smolensk“. Þennan sama dag rak Ilja Grígorévítsj höfuðið út um vagnglugga
á þriðja farrými og horfði með tortryggni á grænt gras og lítil hús í úthverfum
Parísar.
Árni Bergmann íslenzkaði.
61