Tímarit Máls og menningar - 01.03.1961, Page 72
SIGFUS UAÐASON
r
Agreiniiigsefni Sigurðar Nordals
og Einars Kvarans
msum minni spámönnum, sem
illa kunna að gæta virðingar
sinnar þegar þeir fara að rífast á
prenti, mætti vera huggun að því að
lesa ritdeilu þá sem Sigurður Nordal
og Einar H. Kvaran háðu forðum, og
nú hefur verið gefin út í bók.1 Því
þessum tveim meisturum tókst ekki
einu sinni að sneiða hjá algengustu
agnúum ritdeiluformsins: útúrsnún-
ingum, óviljandi eða viljandi mis-
skilningi, persónulegum aukaatriðum.
Einar H. Kvaran er að vísu breysk-
ari að þessu leyti en Sigurður Nordal,
enda var honum kannski nokkur vork-
unn. Ritdeilubragðið er miklu ó-
blandnara að hans greinum, vilji hans
til að reyta aUa æru af andstæðingn-
um er í samræmi við hina sígildustu
blaðamennsku. Upphaf fyrstu greinar
hans er ljóst dæmi um tóninn: „Þeg-
ar Sigurður Nordal tók sér fyrst fyr-
ir hendur að gera lítið úr ritum mín-
1 Skiptar skoðanir. Ritdeila Sigurðar
Nordals og Einars H. Kvarans. Bókaútgáfa
Menningarsjóðs, Reykjavík 1960.
um í Svíþjóð og koma Svíuni í skiln-
ing um það, að fráleitt væri, að þeir
létu Nóbelsverðlaunin falla í minn
garð ...“ En sem dæmi um ísmeygi-
lega og sakleysislega rætni mundi ég
helzt kjósa þetta: „.. . þegar maður-
inn [...] skipar aðra eins leiðtoga-
stöðu eins og S. N. hefur verið settur
í.“ Settur í? Það ber ekki mikið á
þessum orðum, en lesendur hafa-víst
verið fljótir að skilja að Sigurður
Nordal hefur ekki verið settur í stöðu
sína fyrir verðleika sjálfs sín!
Málflutningur Sigurðar Nordals er
stórum kurteislegri — og sanngjarn-
ari, enda þótt Einar Kvaran kalli það
„falsaða sanngirni“. Sigurði Nor-
dal er enganveginn umhugað að rýja
Kvaran alveg inn að skyrtunni. Hins-
vegar er ekki hægt að neita því að
nokkurrar pólemískrar hártogunar
gætir einnig hjá honum, og það væri
erfitt að firra hann þeim áburði að
hann hafi stundum ýkt skoðanir Ein-
ars lítið eitt, lagt þær út á þann hátt
að þær lægju betur við höggi. En auð-
62