Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1961, Page 77

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1961, Page 77
ÁGREININGSEFNI SIGURÐAR NORDALS OG EINARS KVARANS trúna og eilíjðarvonirnar. (Bls. 38, 40.) Grundvöllur lífsskoðunar Einars Kvarans er því hafinn yfir rökræður að hans dómi. Hann lætur sér nægja að segja „skrifað stendur“. Það er varla hægt að láta ónotað tækifærið til að benda á hve greini- lega þessi varnaraðferð Einars Kvar- ans leiðir í Ijós sjálft deiluefnið og hinn óskylda hugsunarhátt höfund- anna. Jafnvel þó ekkert annað kæmi til vekur það tortryggni lesandans að Einar Kvaran skírskotar til kennivalda og venju til varnar máli sínu í stað þess að standa sjálfur fyrir því, — svo ekki sé nú minnzt á það þegar hann vísar til meðmælanda yfir í annan heim eins og hann gerir á sömu síð- um. Yfirleitt er það mjög truflandi í allri röksemdafærslu Einars hversu nærtækur „Jesús frá Nazaret“ er hon- um þegar hann þarf að sanna mál sitt. Gagnrýni Sigurðar Nordals er hér lagt upp í hendurnar hið bezta sönn- unargagn, og gagnstæður hinna tveggja höfunda — annars sem kýs að neyta skynsemi sinnar út í æsar og hins sem er svo auðvelt að sleppa undan ábyrgð skynseminnar — eru auglj ósar. En þó segja megi að aðferð Einars Kvarans sé löðurmannleg ber hún merki hins æfða kappræðugarps, og öðrum þræði er ekki hægt annað en dást að leikni hans. Hann setur and- stæðinginn í slæma úlfakreppu, því, segir hann, ef hann vill ráðast á mig á þessum forsendum, verður hann að ráðast gegn „öllum hinum háleitari trúarbrögðum veraldarinnar“. Það skiptir ekki miklu máli þó eitthvað sé hér ofmælt, enda gat Einar Kvaran látið sér nægja minna en samábyrgð allra trúarbragða veraldarinnar. Hon- um nægði kristindómurinn einn, og jafnvel einn þáttur hans. Sigurði Nor- dal er lítið gagn að því að halda því fram að trúin á fánýti heimsins sé ekki „aðalkjarninn í öllum hinum há- leitari trúarbrögðum veraldarinnar“, hún er of stór þáttur í kristindómnum til þess að sá sem deilir á þá afstöðu verði ekki jafnframt að deila á krist- indóminn. Þetta vissi Einar Kvaran og honum skjátlaðist ekki heldur í því að Sigurði Nordal var óljúft að gang- ast við skoðun sinni á svo róttækan hátt. Svar hans við þessu atriði (bls. 65—66) gengur á bug við vandann, gerir „hnignunarbókmenntir síðustu 50 ára“ helzt ábyrgar fyrir fyrr- greindri afstöðu og leitar að guð- fræðilegum sönnunum á gagnstæðri skoðun, sem náttúrlega er ekki heldur erfitt að finna. En þrátt fyrir ýmiskonar varúð er gagnrýni Sigurðar Nordals kennileiti í andlegri sögu þessara ára, og skal nú reynt að skýra það nánar. Stöðu Einars Kvarans í íslenzku menntalífi verður bezt lýst með því að einkenna hann sem frjálslyndan borg- 67 L

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.