Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1961, Page 81

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1961, Page 81
ÁGREININGSEFNI SIGURÐAR NORDALS OG EINARS KVARANS sjaldan samferða afturhaldssamri andúð á frjálslyndinu í heild. Það er að segja: frjálslyndið sem hugsjón var gert ábyrgt fyrir hnignun sinni og úrættingu. Þannig urðu hinar stór- kostlegu bölvabænir þessara gagnrýn- enda einatt að formælingu lýðræðis og framfara. Sigurður Nordal, borgaralega sinn- aður maður og með sterka tilhneig- ingu til íhaldssemi (þó enginn muni dirfast að kalla íhaldssemi hans hrein- ræktaða), horfir einnig aftur, annað veifið, í sinni gagnrýni. Hann er tor- trygginn gagnvart menningu nútím- ans, en vill, að minnsta kosti um þess- ar mundir, lækna sjúkdóma hennar með afturhvarfi til fornra dyggða. Pólitík hans felst í vantrausti á frels- inu sjálfu ekki aðeins á afskræmingu frj álslyndisins. Honum er fjarri skapi að treysta því að frelsið muni af eig- in rammleik sigrast á sníkjudýrum sínum. Nú hefur verið gerð tilraun til að sýna þann ágreining sem hratt af stað hinni frægu deilu Sigurðar Nordals og Einars Kvarans, og hvaða söguleg- ar forsendur verður að hafa í huga við lestur Skiptra skoðana. Enn er ótalinn einn lærdómur sem draga má af þessari bók, og er ekki ómerkastur. Þar kemur sem sé enn í ljós hversu ruglingsleg og reikandi mið réðu af- stöðum í andlegu lífi á íslandi um þessar mundir, hversu skoðanir manna voru langt frá að vera í innra samræmi, hvernig saman fara hlið við hlið atriði sem maður mundi fyrirfram halda að ekki gætu komið saman nema til að framleiða spreng- ingu. Ef alvaldið væri lógískt hefði það leyft Einari Kvaran að fullkomna sitt þjóðfélagslega, hleypidómalausa frjálslyndi og sína ósviknu mannúð með hiklausri gagnrýni á hin alþjóð- legu sníkjudýr frelsisins og hina þjóðlegu staðfestu „annars heims“. Og þá hefði ádeilandi hans af sjálf- um sér verið tilknúður að taka heil- legri afstöðu, því hann hefði ekki get- að sameinað afturvirkar tilhneigingar róttækri gagnrýni. En þessu var nú ekki að heilsa, — og þó Sigurður Nordal sé ef til vill eina dæmið á ís- landi um íhaldssama undirstöðu rót- tækrar ádeilu, þá eru dæmin mörg frá þessum tíma, og síðar, um sam- búð róttækrar og nútímalegrar þjóð- félagshugsunar og ódjarfrar afstöðu í andlegum málum, ef ekki beint afturhaldssamrar og fornaldarlegrar. 71

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.