Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1961, Page 84

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1961, Page 84
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR livers blóms, hvers jugls, hvers flökkubarns og faðir þeirra og móðir. Þetta gamla farmannsljóð, Morgunganga í Alma Ata: hér verður Guðmundur orð- margur um of, svo að heildaráhrifa gætir síður en skyldi. Þess sama gætir og nokkuð í lengri rímuðu Ijóðunum og þeim form- blendnu, s.s. í Kirkjugarðsvísum og Síðasta haustljóði Úlfs í Völuskógum. Virðast mér rímlausu ljóðin yfirleitt samþjappaðri og sterkari að byggingu; er Guðmundi auðsjá- anlega allsýnt um þá tegund Ijóðagerðar. Á það vafalaust rót að rekja til efnisfylld- ar: Guðmundur hefur ávallt eitthvað mark- vert að segja lesendum sínum. Skáldskapur Guðmundar Böðvarssonar virðist mér á athyglisverðum umskiptamót- um í þessari nýjustu bók hans. Margt virðist benda til þess, að skáldið hyggi gott til nýs Ijóðstíls án þess þó að varpa hefðbundnum formseinkennum með öllu fyrir borð, s. s. ljóðstafasetningunni. Mun og enn nokktir bið á verða, að skáld frá öðrum plánetum skipi öndvegin í skáldasal! lialdur Ragnarsson. Theodora Thoroddsen: Ritsafn Sigurður Nordal sá um útgáfuna. Bókaútgáfa Menningarsjóðs, 1960. að er gott að þessi kafli tímaritsins heit- ir „Umsagnir um bækur“ en ekki „Rit- dómar“ — ég teldi það ekki mitt að setjast í dómarasæti að dæma um þá tvo rithöfunda sem hér eiga í hlut. Bókin hefst á inngangs- orðum um frú Theodoru eftir Sigurð Nor- dal (32 bls.), en síðan taka við kaflar sem heita Þulur (alls tólf), Kvæði og stökur, Vísnaþættir, Eins og gengur (smásögur), Minningar, Af ýmsu tagi, Islandsk folketru, Þýddar sögur — og að lokum bætir S. N. við nokkrum orðum um útgáfuna. Þeir sem hafa beðið Sigurð Nordal að annast þessa útgáfu vissu hvað þeir voru að gjöra, — inngangur hans um frú Theodoru er líka eins og við mátti búast frá hans hendi um þessa konu. Þeir sem þekktu Theodoru Thoroddsen meira eða minna fá hér rifjaða upp í fáum en skýrum dráttum mynd ógleymanlegs persónuleika og fáir óskyldir munu hafa þekkt hana svo vel að þessi mannlýsing bæti ekki við og auðgi vit- neskju þeirra og skilning. En ungu fólki og ókunnugu opnast sýn inn í heim nýliðinna en furðu fjarlægra tímamóta íslenzkrar þjóðarsögu gegnum örlagalýsingu sem bæði gleður hugann og yljar um hjartarætur. Það er auðvitað enginn efi á að þulumar eru mestu listaverkin sem frú Theodora læt- ur eftir sig, en allt er það „listinni merkt“ hvort sem er í bundnu máli eða lausu, gam- an eða alvara, og allt snertir strengi glað- værðar án græsku og samúðar án tilfinn- ingasemi, — en sár er sviðinn í kvæðinu Að vestan og ristar blóðgar rúnir. Þar er efni í nýja vestfirzka íslendinga sögu á borð við sögu þeirra Gísla og Auðar. Ritsafn frú Theodoru er ekki mikið að vöxtum en er í fjölbreytni sinni eins konar aldarspegill þeirra tíma er miðaldir vom að ganga úr garði hér á landi, rétt áður en flestallir gamlir og grónir hættir fóru úr skorðum og þjóðin tók að nema þetta land á ný. Þá voru hennar uppvaxtarár vestur við Breiðafjörð við alls nægtir á heimili mann- úðlegra og menntaðra foreldra en ávallt í náinni snertingu við líf fátækra og lítil- magna. íslenzkur menningararfur var þá enn óskipt eign þjóðarinnar allrar. Rúmlega tvítug að aldri giftist Theodora Skúla Thoroddsen, verður embættismanns- frú í kaupstað, en hún varð aldrei nein venjuleg kaupstaðarfrú, enda ekki gift nein- um hversdagslegum embættismanni. Þá 74

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.