Tímarit Máls og menningar - 01.03.1961, Qupperneq 85
UMSAGNIR UM BÆKUR
hefst hetjusaga hennar og hins einarða al-
þýðumálsvara og forgöngumanns í sjálf-
stæðisbaráttunni.
Frú Theodora var af heilum hug kona
hins nýja tíma, en henni var áhugamál að
þjóðin héldi tengslum við sem mest af því
bezta úr menningararfinum — og það virð-
ist eiginlega aðalorsök þess að hún gjörist
rithöfundur og ljóðskáld þótt ekki væri
nema í ígripum. Nú er bilið milli gamla og
nýja tímans orðið miklu meira og fer ótt
vaxandi eins og hver maður sér og því hef-
ur aldrei verið meiri þörf en nú þeirra verka
sem átt geta þátt í að aftra því að slitnar
verði þær rætur sem íslenzk þjóðareinkenni
eru sprottin af. Ritsafn frú Theodoru kem-
ur út á réttum tíma.
Bjarni Einarsson.
Jakobína Sigurðardóttir:
Kvæði
Heimskringla, Reykjavík 1960.
Lítil stúlka, sem elzt upp í einu af nyrztu
og afskekktustu byggðarlögum lands-
ins, svo norðlægu og afskekktu, að liinn yf-
irþyrmandi nútími dæmir það vægðarlaust
í auðn, hún hefur þá vafasömu áráttu að
krota með blýanti á notað umslag eða á þau
blöð, sem falla til af dagvitanum, sitthvað
af því, sem henni hefur dottið í hug yfir
daginn. Henni hefur sem sé dottið ýmislegt
í hug. Hún er eitthvað undarleg krakkinn,
hún gleymir sér stundum alveg, kannski
þegar verst gegnir. Hún sækir að læknum
eins og vankaður gemlingur, ekki til að
hösvast í honum með vasl og stíflugerð eins
og hinir krakkamir, hún situr bara dolfallin
og hlustar, svo er hún ófyrirgefanlega lengi
að sækja kýmar. -— Já hún er eitthvað öðru-
vísi en aðrir krakkar, anginn litli, en maður
vonast nú til að þetta rætist af henni.
Víst var hún öðruvísi gerð en önnur börn.
Ef til vill fagnaði hún innilegar, kannski
grét hún sárar, en það sem skar úr og eng-
inn vissi í fyrstu nema hún sjálf: hún gat
orðað tilfinningar sínar og það sem undar-
legra var: henni fannst hún þurfa að gera
það. Stundum, jafnvel oftast, kom það bara
af sjálfu sér, og það kom líka af sjálfu sér í
því formi sem henni þótti vænst um: í formi
ljóðsins, því formi, sem eitt er sjálfsagt um
alla tíma hinni ungu gleði, hinni ungu sorg,
hinni fyrstu ást. Og svo komst allt upp einn
góðan veðurdag: Er ekki krakkamaðkurinn
farinn að yrkja! Hvernig lízt ykkur á?
Maður byrjar á því að yrkja fyrir sjálfan
sig. Síðan er manni þrýst fyrir afl atvikanna,
út í þá storma samtíðarinnar, sem blása úr
ýmsum áttum og allt í einu er ekki lengur
tóm til þess að setja saman í huga sér til
gamans, lítið kvæði um fyrsta fífilinn í
varpanum, eða hina feimnu ást, sem skrökv-
ar því að manni í sakleysi sínu að hún vari
til eilífðar.
Skyldur eru öllum á herðar lagðar, skyld-
ur við land og þjóð, skyldur við ættboga og
umhverfi og ennfremur skyldur við það
skásta, sem í sjálfum býr. Það kveður á um
gildi mannkindarinnar hvemig það tekst að
rækja þessar skyldur, innan þess þrönga
hrings, sem hverjum og einum er markaður
í rúmi og tíma.
Ég ætla að Jakobína Sigurðardóttir hafi
engri skyldu brugðizt. Saga hennar liggur
fyrir í ljóðum hennar og þó ef til vill öllu
meir á bak við þau. Sú saga er án yfirdreps,
])ví hún er ekki sett á svið, en hún skín í
gegnum verk hennar. Engan veginn er hún
sársaukalaus.
Við vitum að sumar hinar hversdagsleg-
ustu skyldur eru jafnframt hinar kröfu-
hörðustu. Þær neyða okkur endalaust til
fráhvarfs frá því, sem okkur langaði til að
gera. Flest göngum við með þá sára tilfinn-
ingu að minna hafi orðið úr okkur en efni
stóðu til. Æjá, við hefðum komizt alla leið,
75