Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Síða 3

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Síða 3
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR • 22. ÁRG. • DES. 1961 • 5. HEFTI KRISTINN E. ANDRÉSSON ÍSLENZK ÞJÓÐERNISMÁL OFT grípur mann sú tilfinning hin síðustu ár að íslendingar hafi týnt sjálf- um sér og lifi óraunverulegu lífi, hafi sundrazt í einstaklinga eða þrönga hópa en séu ekki lengur þjóð með sameiginlegt markmið né hugsjón sem þeir standi að sameiginlega og vilji leggja eitthvað í sölurnar fyrir. Ekki er að sjá að þeir sinni lengur af neinum áhuga æðstu stofnunum sínum né þeim and- legu verðmætum þjóðarinnar sem eru sjálfur aflvaki hennar og líftaug. Þeir eiga ekki lengur fögnuð í brj ósti, hafa slitið tengslin við fortíð sína og eiga því síður neina framsýn. Sannarlega er í ár tími til íhugunar, svo margt sem minnt gæti íslendinga á sjálfa sig, tilverurök sín og stöðu í heiminum og vakið spurninguna um að vera eða vera ekki, að vera þjóð eða ekki. Þrennt rennur saman í huganum: hálf önnur öld er liðin frá fæðingu Jóns Sigurðssonar, Háskóli íslands átti fimmtugs afmæli og samþykkt þjóðþings Dana í vor um að afhenda íslend- ingum handrit sín. Allt skoðast það bezt í einu ljósi. Endurheimt handritanna skírskotar beint til háskólans og leggur honum ný verkefni í hendur og Háskóli íslands var stofnaður í hundrað ára minningu Jóns Sigurðssonar og var ætlað að starfa í anda hans. Hins vegar minnir afmæli Jóns Sigurðssonar á allt sem lyfta má þjóðinni í heild. Hann var í Höfn langa tíð starfsmaður Árnasafns, sótti í forn rit rök sín fyrir þjóðarréttindum íslendinga, reisti stjórnmála- kröfur sínar á vísindalegri þekkingu og sögulegum skilningi. Hefði því borið vel heim, eins og var ætlun ríkisstjórnar Dana, að afhenda íslendingum hand- rit sín á sameiginlegum minningardegi Jóns Sigurðssonar og Háskóla Islands. Þó að þessir viðburðir ársins verði ræddir hér á eftir hver um sig, liggja þræðir þeirra allavega saman og skoðaðir í einu ljósi gefa þeir íslendingum brýnt íhugunarefni. Jón Sigurðsson Eftir 150 ár stendur mynd Jóns Sigurðssonar íslendingum eins skýr fyrir sjónum og verða má. Þegar í lifanda lífi var hann sá foringi sem leiddi þjóð- ina við hönd sér og allir litu upp til. Löngu áður en íslenzkur þjóðfáni kom 337 22
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.