Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Side 3
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR • 22. ÁRG. • DES. 1961 • 5. HEFTI
KRISTINN E. ANDRÉSSON
ÍSLENZK ÞJÓÐERNISMÁL
OFT grípur mann sú tilfinning hin síðustu ár að íslendingar hafi týnt sjálf-
um sér og lifi óraunverulegu lífi, hafi sundrazt í einstaklinga eða þrönga
hópa en séu ekki lengur þjóð með sameiginlegt markmið né hugsjón sem þeir
standi að sameiginlega og vilji leggja eitthvað í sölurnar fyrir. Ekki er að sjá
að þeir sinni lengur af neinum áhuga æðstu stofnunum sínum né þeim and-
legu verðmætum þjóðarinnar sem eru sjálfur aflvaki hennar og líftaug. Þeir
eiga ekki lengur fögnuð í brj ósti, hafa slitið tengslin við fortíð sína og eiga
því síður neina framsýn.
Sannarlega er í ár tími til íhugunar, svo margt sem minnt gæti íslendinga
á sjálfa sig, tilverurök sín og stöðu í heiminum og vakið spurninguna um að
vera eða vera ekki, að vera þjóð eða ekki. Þrennt rennur saman í huganum:
hálf önnur öld er liðin frá fæðingu Jóns Sigurðssonar, Háskóli íslands átti
fimmtugs afmæli og samþykkt þjóðþings Dana í vor um að afhenda íslend-
ingum handrit sín. Allt skoðast það bezt í einu ljósi. Endurheimt handritanna
skírskotar beint til háskólans og leggur honum ný verkefni í hendur og Háskóli
íslands var stofnaður í hundrað ára minningu Jóns Sigurðssonar og var ætlað
að starfa í anda hans. Hins vegar minnir afmæli Jóns Sigurðssonar á allt sem
lyfta má þjóðinni í heild. Hann var í Höfn langa tíð starfsmaður Árnasafns,
sótti í forn rit rök sín fyrir þjóðarréttindum íslendinga, reisti stjórnmála-
kröfur sínar á vísindalegri þekkingu og sögulegum skilningi. Hefði því borið
vel heim, eins og var ætlun ríkisstjórnar Dana, að afhenda íslendingum hand-
rit sín á sameiginlegum minningardegi Jóns Sigurðssonar og Háskóla Islands.
Þó að þessir viðburðir ársins verði ræddir hér á eftir hver um sig, liggja
þræðir þeirra allavega saman og skoðaðir í einu ljósi gefa þeir íslendingum
brýnt íhugunarefni.
Jón Sigurðsson
Eftir 150 ár stendur mynd Jóns Sigurðssonar íslendingum eins skýr fyrir
sjónum og verða má. Þegar í lifanda lífi var hann sá foringi sem leiddi þjóð-
ina við hönd sér og allir litu upp til. Löngu áður en íslenzkur þjóðfáni kom
337
22