Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Síða 5

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Síða 5
ÍSLENZK ÞJÓÐERNISMÁL fært oss að markinu. Saga hennar verður ekki sögð í dag. Hún lifir í hjörtum þjóðarinnar. Þar lifir einnig minning þeirra, sem með mestri trúmennsku hafa vakað yfir málum vorum. Hér engin nöfn. Þó aðeins eitt, sem sagan hefur lyft hátt yfir öll önnur á sínum breiðu vængjum. Nafn Jóns Sigurðssonar. Hann var foringinn, meðan hann lifði. Og minning hans síðan hann dó hefur verið leiðarstjarna þessarar þjóðar ...“ Þegar lýðveldið var endurreist 1944 þótti ekki annaö koma til greina en það yrði gert á afmælisdegi Jóns Sigurðssonar, 17. júní, og sá dagur varð þjóð- hátíðardagur íslendinga. Við lýðveldisstofnunina féllu mörg orð lofs og þakkarskuldar um Jón Sigurðsson, og áður en gengiö var til athafnar 17. júní skipuöu alþingismenn sér í fylkingu framan við styttu Jóns Sigurðssonar á Austurvelli og forseti sameinaös þings, Gísli Sveinsson, hóf ræðu sína á þessa leið: „Við myndastyttu Jóns Sigurðssonar forseta nemum vér staðar á þessari stundu, áður en vér göngum til hinna mikilvægu athafna, er vor bíða á þess- um degi, 17. júní 1944. Þessi dagur markar tímamót, já, aldahvörf í þjóð- málum Islands. Og við þessi málalok ber ekkert nafn íslenzkra manna, þegar minnzt er liðins tíma, hærra en Jóns Sigurðssonar. Það er ritað í sögu frelsis- baráttu íslendinga óafmáanlegu letri.“ Hver var í grundvallaratriÖum stefna Jóns Sigurðssonar sú er leiddi til sigurs í sjálfstæðisbaráttu Islendinga og vann honum jafn óumdeilt nafn í sögu þjóðarinnar? Hann skilgreindi með fræðilegum rökum sögulegan rétt íslendinga til að vera sjálfstæð þjóð, sýndi fram á að íslendingar hefðu aldrei afsalað sér hinu forna þjóöfrelsi og sjálfsforræði, heldur aðeins gert sáttmála, fyrst við Nor- egskonung og síðar Danakonung, um ákveðin mál, að fram að upphafi ein- valdsstj órnar hafði ísland enn „í sínum málum lög fyrir sig, dóma, landstjórn, stofnanir, tungu og landshætti, og enn þótt það vantaði afl til að gæta réttar síns og geyma, var það þó í sjálfu sér að lögmáli réttu jafnsnjallt Danmörku og Noregi, þegar ofurveldi konungs ekki kom í bága“, að þessi aðstaða hefði ekki breytzt við einveldistökuna, að íslendingar hefðu aldrei gerzt hluti af Danaveldi, en hins vegar leitt af ánauð þjóðarinnar og vanmætti undir kon- ungsvaldinu að málefni íslands drógust út úr landinu og stofnanir þess hver af annarri eða lögðust einfaldlega niður, eins og Alþingi. Ennfremur færði hann að því augljós rök í hvert óefni málefnum íslenzku þjóðarinnar var komið undir erlendri stjórn og hversu ófært var og óeðlilegt að stjórn ís- lenzkra mála væri í fjarlægu landi og í höndum stjórnardeilda sem engan 339
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.