Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Side 6

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Side 6
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR áhuga og enga þekkingu höfðu á íslenzkum aðstæðum. Á þessum grundvelli reis öll stjórnmálabarátta hans sem fólst í því að krefjast af festu og æ meiri þunga að þjóðréttindi íslands hin fornu væru viðurkennd og að íslendingar fengju sjálfsforræði í málefnum sínum, að stofnanir landsins yrðu reistar við eða fluttar aftur inn í landið, að íslendingar fengju aftur löggjafarvald, dóms- vald, framkvæmdarvald og verzlun í sínar hendur. Og árangurinn af þessari stefnu varð deginum ljósari, með sjálfsforræðinu lifnaði við hagur lands- manna, með hverri stofnun sem fluttist heim styrktist þjóðfélagið. Islendingar, sem eftir sjö alda erlend yfirráð lifðu við bágbornustu kjör, réttu urtdarlega fljótt við aftur er þeir tóku við stjórn mála sinna, og upphófst síðan nýtt blómaskeið í sögu þjóðarinnar sem vér könnumst við frá þessari öld. Allt er þetta að rekja til forystu Jóns Sigurðssonar. Stefna hans í sjálfstæðisbarátt- unni fyrir innlendri stjórn hefur sannað gildi sitt í einu og öllu, og fram á þennan dag hefur enginn íslendingur vogað sér að bera brigður á þá stefnu. Kóróna hennar í stjórnmálalegum skilningi var endureisn lýðveldisins 1944 og menningarleg kóróna á afrek hans verður heimkoma handritanna. Þannig stendur mynd Jóns Sigurðssonar skýr og sterk: hann varð leiðtogi þjóðarinnar úr ánauð til sjálfstjórnar, bjargaði henni úr erlendum klóm, reisti þjóðina við í öllum skilningi, skóp það ísland sem vér njótum af allra ávaxta í dag. Háskóli íslands Háskóli íslands minntist í haust hálfrar aldar starfsemi sinnar með hátíða- höldum í Reykjavík og með útgáfu á sögu háskólans eftir próf. Guðna Jóns- son. Það er lærdómsríkt að lesa bók Guðna og fá yfirsýn um þetta fimmtíu ára starf sem gerist samtímis því að þjóðarframfarir að öðru leyti hafa orðið með býsnum svo að leitun er á þjóðfélagi sem tekið hefur eins hröðum vexti. Hefur starf háskólans haldizt í hendur við þessa öru þróun ? Háskóli íslands er sprottinn upp af sjálfstæðisbaráttu 19. aldar og einn af ávöxtum hennar. Þeir sem frumkvæði áttu að stofnun hans og heitast börðust fyrir honum voru jafnframt forystumenn í sjálfstæðisbaráttunni, allar götur frá Baldvini Einarssyni, Tómasi Sæmundssyni og Jóni Sigurðssyni fram til Benedikts Sveinssonar sýslumanns og Bjarna Jónssonar frá Vogi, og þjóðin sjálf studdi heils hugar kröfur þeirra og lagði fram fé til hans löngu áður en hann fékkst stofnsettur og höfðu íslenzkar konur þar á meðal forgöngu. Há- skólinn var loks reistur í hundrað ára minningu Jóns Sigurðssonar. í setn- 340

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.