Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Page 8

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Page 8
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR hann stærri upphaflega. Baráttan fyrir stofnun hans hafði tekið áratugi, og hverja viðreisn innanlands varð að sækja í hendur erlendu valdi sem barðist hatramlega í gegn. Hitt er undrunarverðara hvílíku kappi, framsýn og stórhug þeir voru gæddir sem aldrei þreyttust á að berjast fyrir stofnun hans og fluttu málið þing eftir þing, eins og Benedikt Sveinsson. Þessari kynslóð sem brann af sj álfstæðisþrá verður aldrei fullþakkað það afrek að stofna Háskóla íslands sem öllum öðrum var betur til þess fallið að hefja veg þjóðarinnar út á við og staðfesta sjálfstæðisvilja hennar. Og hversu stoltir höfum vér Islendingar verið síðan að geta sagt að þjóðin eigi háskóla, sem tákn æðstu menntunar. En hefur háskólinn varðveitt glóð brautryðjendanna? Hefur hann alið upp menntamenn jafn brennandi í andanum fyrir sjálfstæði og framförum ís- lands? Hvernig hafa kynslóðirnar á eftir stutt að þroska hans? Eftir að háskólinn var tekinn til starfa er engu líkara en honum væri kastað út á gaddinn og þing og stjórn ætlaðist til að hann gengi sjálfala og tímdi engu til hans að kosta. Guðni Jónsson rekur þá sögu. í 29 ár var hann látinn hírast í Alþingishúsinu þar sem honum var holað niður „til bráðabirgða“. Daufheyrzt var þannig áratugum saman við bænum og áskorunum háskóla- kennara um byggingu yfir skólann, þar til þeir sjálfir fundu lausn málsins, að fá leyfi til að stofna happdrætti, og „þá notaði alþingi tækifærið til að draga undan háskólanum ^5 af væntanlegum ágóða happdrættisins handa ríkissjóði. Fyrir sinn hlut af ágóða happdrættisins byggði háskólinn síðan sjálfur hús sín á háskólalóðinni án þess að ríkissjóður legði þar eyri til“, segir Guðni. Það voru jafnvel gerðar ítrekaðar tilraunir á þessu tímabili til að fækka deildum háskólans og kennaraliði og „þrengja kosti hans um kennslu- krafta“, og rekur Guðni þar ófögur dæmi sem ég hliðra mér hjá að rifja upp. Veturinn 1911—12 voru 11 fastir kennarar og stúdentar 45, en veturinn 1939 —40 voru fastir kennarar 14 (hafði fjölgað um 3 á þrem áratugum!), en stúdentar 227 að tölu. „Á 20 ára afmæli háskólans haustið 1931 lýsti þáver- andi háskólarektor próf. Ólafur Lárusson þeim kjörum, sem háskólinn hafði átt við að búa frá upphafi og sýndi fram á með skýrum dæmum, að í stað eðlilegs vaxtar og viðgangs hefði verið um algera kyrrstöðu að ræða og í sumum greinum jafnvel afturför. Hann benti á, að árið 1913 hefðu runnið til háskólans 3.9% af áætluðum tekjum ríkissjóðs, en á fjárlögum fyrir árið 1932 væri hlutur háskólans aðeins 1.36% af hinum áætluðu tekjum eða lið- ugur þriðjungur á móts við það, sem áður var. Hann sýndi fram á, að há- markslaun prófessora væru ekki nema 61.25% af hámarkslaunum þeirra árið 1911, en byrjunarlaunin væru aðeins 78% af byrjunarlaununum þá. Launa- 342

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.