Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Side 12

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Side 12
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR hann ekki um of kappkostað hin síðari ár að kaupa sér frið við ríkisstjórnir og þeirra flokka? Margt fleira mætti rekja, en út í þessa sálma skal ekki lengra farið að sinni. Hálfrar aldar afmæli Háskóla íslands hefur sem vera ber vakið aukna athygli þjóðarinnar á háskólanum. Stjórn hátíðarhaldanna fórst rektor Ár- manni Snævarr prýðilega úr hendi. Eftirminnileg er ræða Sigurðar Nordals og sá þjóðarmetnaður sem þar brann undir niðri. Háskólinn er æðsta mennta- stofnun þjóðarinnar, ber hæst þeirra út á við. Honum ber að setja merkið hátt. Hann hefur æðstu skyldur við þjóðina, ekki við ríkisvaldið, og þjóðinni ber að gera til hans hæstu kröfur og hafa vakandi auga á starfsemi hans. Endurheimt handritanna Hátt á þriðju öld hafa handrit íslands verið í útlegð í söfnum í Höfn. Nú er gert ráð fyrir að þau komi heim eftir 3—4 ár, að loknum næstu þingkosn- ingum í Danmörku. Þjóðþing Dana samþykkti 10. júní í vor lög um afhend- ingu þeirra til íslands, en íhaldsforkólfar beittu sér fyrir því með tilvísun til eignarnámsheimildar að tefja framkvæmd laganna þar til þau hefðu fengið staðfestingu nýs þings. Söfnuðu þeir undirskriftum þriðjungs þingmanna, er til nægði, og er ekki síður litið á þetta brölt sem hrekkvísi í stjórnmála- erjum heima fyrir en andstöðu við afhendingu handritanna. Gáfu þá stjómar- flokkarnir sem stóðu að lögunum yfirlýsingu um að þeir legðu frumvarpið óbreytt fyrir næsta þing, og bregður til óvæntra tíðinda ef þeir geta ekki tryggt því nægilegt þingfylgi. Yið eigum því von á handritunum. Málalyktir þessar eru vitaskuld að þakka ítrekuðum kröfum íslendinga í áratugi, óve- fengjanlegum málstað íslands og jafnframt sanngjörnum stuðningi skilnings- góðra Dana á réttmæti hans. Ánægjulegt er að vita að þrír forsætisráðherrar Dana hver fram af öðrum, Hans Hedtoft, H. C. Hansen og Viggo Kampmann, hafa veitt handritamálinu brautargengi. Margir Danir hafa tekið einarðlega undir kröfur íslendinga, lýðskólamenn fremstir í flokki. Voru jafnvel mynduð samtök áhrifamanna í Danmörku til að vinna að framgangi handritamálsins, stofnuð 16. sept. 1957 undir forystu Bents A. Koch, aðalritstj óra Kristilegs dagblaðs. í nafni þessara samtaka bar hann fram ákveðnar tillögur um af- hendingu handritanna og kom þeim opinberlega á framfæri og átti þannig frumkvæði að því af Dana hálfu að handritamálið var tekið upp aftur eftir að snurða var hlaupin á þráðinn 1954 þegar íslendingar höfnuðu tilboði um 346

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.