Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Síða 16

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Síða 16
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR rótum í sögu Evrópu gerir það allan hlut vorn stærri og áhrifameiri og eflir aðstöðu vora sem íslenzkrar menningarþjóðar og tryggir oss, ef ekki er því ldaufalegar og smásmugulegar á haldið, að verða miðstöð norrænna og germanskra fræða. En heimkoma handritanna snýr þó fyrst og fremst inn á við til vor sjálfra. Þau eiga að tengjast að nýju við sjálft líf þjóðarinnar, ræktin við þau er rækt við íslenzkt þjóðerni, við íslenzka tungu. Um leið og vér fáumst við útgáfu þeirra, við rannsóknir á þeim, alls konar samanburð, málfar þeirra, uppruna, stílsnilld, tungutak, erum vér að hlúa að sjálfri undirrót íslenzks þjóðernis í dag og að samtíðarbókmenntum vorum. Vér erum að rækta þann garð er oss ber framar öllu að hlynna að, sem er íslenzk menning. Og hér er eitt sem verður að hafa í huga og skynja til hlítar: þau handrit sem nú koma til íslands falla inn í handritasöfn íslands í heild og inn í bók- menntir íslands í heild, það er að segja, þær bókmenntir sem síðar hafa verið skapaðar á íslandi verða að skoðast í ljósi allra bókmennta þjóðarinnar, forn- bókmenntirnar verða að rannsakast með tilliti til þeirra bókmennta, sem síðar urðu, og nútímabókmenntir íslands í ljósi fornbókmenntanna. Hér liggur lífið við að tengja saman og bera saman hið foma og nýja, einmitt frjósöm- ustu viðfangsefnin að rannsaka hvað nýtt er komið til sögu og hvert hið nýja sækir rætur sínar, að rannsaka til að mynda jöfnum höndum við íslenzkudeild háskólans hin fomu rit og rit Þórbergs Þórðarsonar, Halldórs Laxness og Gunnars Gunnarssonar og bera eins saman hina fornu og nýju ljóðagerð. Þvi að hið dýrlegasta sem gerzt hefur á vorri öld og hinni næstu á undan er að bókmenntaþj óðin foma hefur sannað mátt sinn að nýju og staðfest gildi sitt í heiminum, svo að nú leita menn ekki aðeins til íslands til að leggja stund á fornbókmenntir landsins heldur eigi síður nútímabókmenntirnar, og íslend- ingar halda áfram að vera bókmenntaþjóðin í augum umheimsins, og vér meg- um ekki sjálfir líta of smátt á þessa hluti. ísland er ekkert kotriki, eins og lágkúrulegir stjórnarherrar eða blaðamenn eru farnir að bera sér svo títt í munn, heldur er það í Ijósi andlegra afreka sinna, — og hér hefur aðeins verið rætt um bókmenntirnar, — eitt af stórveldum heimsins, þar sem hér eru heims- bókmenntir sem ekki verður gengið fram hjá og vinna sér jafnvel með hverj- um áratug aukna viðurkenningu. Flutningur handritanna úr landi fór fram á mótum niðurlægingar og upp- hefðar íslands. Að láta rýja sig þessum lífsverðmætum bar vitni um eymd þjóðarinnar, en hins vegar lýsti áhuginn á handritunum, kappið að safna þeim, að frægðarsól íslands var að renna upp. Menn nefndu þetta björgunar- 350
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.