Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Qupperneq 19
ÍSLENZK ÞJÓÐERNISMÁL
stríðið léttara. Enginn lestur getur verið sjúkum hollari en þessar sögur, ein-
mitt af því að þær eru hreinar og tærar eins og bergvatn ... Því getur þreyttur
hugur orðið „leiður á öllu utan íslendinga sögum“. Nú stóð Hákon magnlaus
frammi fyrir dauðanum, ekki kórónaður konungur, aðeins veikur og vesæll
maður. Minningar frá ríkisstjórn hans, sem kostað hafði ýmsar fórnir, hafa
setzt að honum. Og þeir menningarstraumar, sem hann sjálfur hafði veitt til
Noregs, urðu honum ekki næg svölun. En hið rólega heiði sagnaritanna kældi
enni hans, og ef til vill hefur síðasta hugsun hans verið sú, að gott væri að
eiga minninguna um sína eigin ævi í höndum slíkra manna. íslenzka þjóðin,
sigruð og flakandi í sárum, rétti honum síðasta svaladrykkinn. Hún hefndi,
af auði líknsemdar sinnar, — eins og andinn ávallt hefnir.“
Hefur nú margt verið rætt um frægð íslenzkra bókmennta og orðstír þeirra
erlendis. En ofar allri frægð er það hugarafl sem ástundun bókmennta hefur
gefið íslendingum allar aldir. Bókmenntirnar voru lestrarefni alþýðu og iðkun
alla tíð, aflgjafi hennar í stríði kynslóðanna. Kappar og vitringar fornsagna
voru henni liðsmenn öllum stundum, vopnabræður og leiðsögumenn, ekki
síður raunverulegir en hinir lifandi samtíðarmenn, aðeins þeim kostum búnir
fram yfir þá að þeim voru allir vegir færir og stóðu þeim framar að hetju-
skap. Þá óvini, sem þjóðin átti í stríði við, hjuggu þeir í herðar niður hvenær
sem einhverjum þóknaðist að opna sögubók, og höfðu í fullu tré við erlenda
kónga, og héldu við vitundinni um það að sjálfir voru íslendingar konung-
bornir og af kappakyni. Þannig brýndu sögumar kjark þjóðarinnar og héldu
uppi stórmennsku hennar, en reistu jafnframt ógæfu hennar harmslegin ljóð
sem hresstu andann, stæltu skapið eða lögðu lyf við sárin. Koma þá í hug mörg
hetjukvæði Eddu, Sonatorrek og rímur síðari alda. Þessar bókmenntir urðu
í skemmstu máli sagt til að móta skapgerð íslendinga og herða hana í raun,
jafnframt því sem þær viðhéldu tungutaki, frásagnarstíl og frásagnargleði,
varðveittu þjóðernið og tunguna sem skíran málm, og eru því að sönnu með
orðum Halldórs Laxness hin dýru membrana, íslands líf. „Og þeirra ísland
var ísland og ekki annað ísland til.“ Til að minna á alefling skáldskaparins
varðandi líf þjóðarinnar skal hér tekin upp lýsing á Grettlu eftir Halldór úr
formála framan við útgáfu hans á sögunni:
„Sagan hefst við áraglam og vopnagný, sigursæla leiðangra og ólgandi
manniðu samnorrænnar gullaldar; þrettán fyrstu kapítularnir eru víkingaöld.
En eftir því sem á líður verkið einfaldast drættirnir, myndin skýrist, margir
þættir eru smámsaman spunnir í einn, eins og títt er í fornsögum vorum bezt-
um, og æ því meir hvessist oddur sögunnar, unz allir þættir hafa aleflzt í
tímabit máls oc mennincar
353
23