Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Side 20

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Side 20
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR einum, sögunni er þrýst saman í eina handfylli, eina mynd með örfáum strik- um, hún er ef svo mætti segja minnkuÖ niður í einn mann, sem byggir sæ- brattan eyðiklett — en um leið stækkuð upp í að vera hryggðarmynd heillar þjóðar, þjóðar sem orðið hefur viðskila við fortíð sína og átthaga forna: víkingurinn er ekki lengur norrænn sækonungur né leiðangurshöfðingi um- leikinn áraglami og vopna, heldur sekur íslenzkur skógarmaður, firrtur öllum bjargráðum, helsjúkur og banvænn með ungum bróður og svikulum þræli úti í klettadrangi lömdum æstu hafi; og þó fyrst og seinast víkingur, og gefst aldrei upp, ekki einu sinni í dauðanum, en heldur svo fast á vopni sínu fallinn, að þó átta menn tækju til fengu þeir ekki losað það úr greip hans svo þeir urðu að leggja niður hönd hans við stokki og höggva hana af í úlnliðnum, þá loks réttust fingurnir af meðalkaflanum.“ Slíkar bækur voru líf af lífi þjóðarinnar, samherjar í lífsbaráttunni, stæltu þrekið, skerptu hugvitið, báru fram orðsnilldina og málkynngina frá kyni til kyns. Þær voru stórra skapsmuna, mikil eru geð guma. Orð þeirra og tilsvör meitluðust í huga alþýðu, voru tiltæk hverju sinni. Ástundun og rækt þessara bókmennta skýrist af því að þær voru lifandi þáttur í lífi fólksins. Handritastofnun og bókasafnshús Af því sem hér hefur verið lauslega drepið á má ráða hver viðburður það er að fá handritin heim og hve víðtæk verkefni bíða þeirrar stofnunar sem við handritunum tekur. Á slíkt hefur verið bent af öðrum og þó engum betur en Jóni Helgasyni prófessor, bæði í grein sem hann nefnir Verkefni íslenzkra fræða í Ritgerðakornum og ræðustúfum1 og í viðtali við Magnús Kjartansson, ritstjóra Þjóðviljans, 30. júlí s.l. Heimkomu handritanna fylgir að reisa verður myndarlega stofnun sem fer með rannsóknir og útgáfu á þeim. Eins og Jón Helgason skýrir frá eru jafnvel undirstöðuútgáfur á helztu verkum ekki enn til, það er, menn hafa ekki enn beztu texta eða öruggustu af sumum fremstu Islendingasögum. Heilar bók- menntagreinar, eins og riddarasögur, eru ókannaðar, sennilega enginn íslend- ingur né neinn í veröldinni sem hefur lesið þær allar, hvað þá að gerð hafi verið mikil rannsókn á þeim eða samanburður við riddarabókmenntir Evrópu. Sú undirstöðuþekking er ekki enn til á heimildum íslenzkrar bókmenntasögu að menn hafi ráðizt í að semja samfellda íslenzka bókmenntasögu er reist væri 1 Greinin hefur einnig birzt í Tímariti Máls og menningar 1945. 354

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.