Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Blaðsíða 20

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Blaðsíða 20
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR einum, sögunni er þrýst saman í eina handfylli, eina mynd með örfáum strik- um, hún er ef svo mætti segja minnkuÖ niður í einn mann, sem byggir sæ- brattan eyðiklett — en um leið stækkuð upp í að vera hryggðarmynd heillar þjóðar, þjóðar sem orðið hefur viðskila við fortíð sína og átthaga forna: víkingurinn er ekki lengur norrænn sækonungur né leiðangurshöfðingi um- leikinn áraglami og vopna, heldur sekur íslenzkur skógarmaður, firrtur öllum bjargráðum, helsjúkur og banvænn með ungum bróður og svikulum þræli úti í klettadrangi lömdum æstu hafi; og þó fyrst og seinast víkingur, og gefst aldrei upp, ekki einu sinni í dauðanum, en heldur svo fast á vopni sínu fallinn, að þó átta menn tækju til fengu þeir ekki losað það úr greip hans svo þeir urðu að leggja niður hönd hans við stokki og höggva hana af í úlnliðnum, þá loks réttust fingurnir af meðalkaflanum.“ Slíkar bækur voru líf af lífi þjóðarinnar, samherjar í lífsbaráttunni, stæltu þrekið, skerptu hugvitið, báru fram orðsnilldina og málkynngina frá kyni til kyns. Þær voru stórra skapsmuna, mikil eru geð guma. Orð þeirra og tilsvör meitluðust í huga alþýðu, voru tiltæk hverju sinni. Ástundun og rækt þessara bókmennta skýrist af því að þær voru lifandi þáttur í lífi fólksins. Handritastofnun og bókasafnshús Af því sem hér hefur verið lauslega drepið á má ráða hver viðburður það er að fá handritin heim og hve víðtæk verkefni bíða þeirrar stofnunar sem við handritunum tekur. Á slíkt hefur verið bent af öðrum og þó engum betur en Jóni Helgasyni prófessor, bæði í grein sem hann nefnir Verkefni íslenzkra fræða í Ritgerðakornum og ræðustúfum1 og í viðtali við Magnús Kjartansson, ritstjóra Þjóðviljans, 30. júlí s.l. Heimkomu handritanna fylgir að reisa verður myndarlega stofnun sem fer með rannsóknir og útgáfu á þeim. Eins og Jón Helgason skýrir frá eru jafnvel undirstöðuútgáfur á helztu verkum ekki enn til, það er, menn hafa ekki enn beztu texta eða öruggustu af sumum fremstu Islendingasögum. Heilar bók- menntagreinar, eins og riddarasögur, eru ókannaðar, sennilega enginn íslend- ingur né neinn í veröldinni sem hefur lesið þær allar, hvað þá að gerð hafi verið mikil rannsókn á þeim eða samanburður við riddarabókmenntir Evrópu. Sú undirstöðuþekking er ekki enn til á heimildum íslenzkrar bókmenntasögu að menn hafi ráðizt í að semja samfellda íslenzka bókmenntasögu er reist væri 1 Greinin hefur einnig birzt í Tímariti Máls og menningar 1945. 354
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.