Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Blaðsíða 21
ÍSLENZK ÞJÓÐERNISMÁL
á traustum grundvelli. Hið sama er um almenna íslandssögu, að hún er ekki
til í heild, og ekki nægar undirstöðurannsóknir gerðar. Menn verða að gera
sér Ijóst að sá hópur manna sem átt hefur þess kost að vinna að íslenzkum
fræðum hefur einatt verið fámennur og fæstum veitt nein starfsskilyrði. Við
Amasafn, þar sem aðgangur var að meginstofni íslenzkra handrita, hefur
langtímum saman ekki starfað nema einn vísindamaður, og það er fyrst síð-
ustu árin, eftir að Danir urðu hræddir um að missa handritin, að verulegu
fé hefur verið varið til útgáfu þeirra. Eftir að Háskóli íslands var stofnaður
voru lengi framan af ekki nema tveir prófessorar, er urðu að sinna kennslu-
störfum og viða að sér jafnharðan öllu efni til kennslunnar, og liggja sannar-
lega eftir þessa menn, Björn M. Olsen, Sigurð Nordal og aðra, merkileg verk.
Má þó á Jóni Helgasyni heyra að honum finnst Háskóli Islands, og íslenzk
stjórnarvöld, sem krafizt hafa að fá handritin heim, hafi allt of lítið gert og of
lítinn áhuga sýnt á því að styrkja þessar kröfur með undirbúningi að viðtöku
handritanna, ekki hafið neitt verulegt átak til rannsóknar og útgáfu á þeim
sem sýnt gæti að íslendingum væri kappsmál að fá þau heim. Hver dómur
sem á þetta er lagður verður héðan af ekki látið við svo búið standa. Árna-
stofnun hér heima verður að rísa og taka til starfa af krafti og það er hneyksli
að ætla sér að spara til hennar. Eftir reynslu af Árnasafni í Höfn og með hlið-
sjón af því sem Danir leggja þeirri stofnun síðustu árin telur Jón Helgason
lágmark að verja til handritastofnunar hér heima tveim milj. kr. árlega. Ekki
þarf aðeins nægt starfslið og ríflegt fé til útgáfustarfa, heldur verða erlendir
fræðimenn að fá beztu skilyrði til að stunda tíma og tíma vísindastörf hér.
Enginn þarf að efa að um leið og handritin eru mestöll samankomin á einn
stað í Reykjavík, eru þau komin í það umhverfi og heimkynni sem stóreykur
áhuga á þeim. Eftir það verður handritastofnunin hér miðstöð íslenzkra fræða
og samgermanskra og liggur af sjálfu sér hingað rannsóknarbraut allra sem
við þessi fræði fást. Eftir það verða líka óhj ákvæmilega gerðar hærri kröfur
til allra sem stunda íslenzk fræði, að þeir læri að sjá íslenzka sögu og íslenzkar
bókmenntir í ljósi almennrar mannkynssögu og sögu germanskra bókmennta
og heimsbókmennta, þær kröfur að þeir meti stöðu íslands að réttu í heim-
inum.
Jafnhliða því að handritastofnun verður komið á fót, eins og stjórnarfrum-
varp liggur fyrir um hjá Alþingi, þarf að reisa byggingu yfir bóka- og hand-
ritasafn íslands. Verður þegar í stað að stofna til samkeppni um teikningu
að þeirri byggingu og láta gera athugun á hvers konar bókasafnshús oss
hentar bezt. Fyrir nokkrum árum, eða 1956, skipaði menntamálaráðherra
355