Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Page 22

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Page 22
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR nefnd til að athuga, hvort hagkvæmt mundi að sameina Háskólabókasafn og Landsbókasafn. í nefndinni áttu sæti próf. Þorkell Jóhannesson, form., ráðu- neytisstjóri Birgir Thorlacius, háskólabókavörður Björn Sigfússon, cand. mag. Bjarni Vilhjálmsson og landsbókavörður Finnur Sigmundsson. Nefndin taldi sameiningu nauðsynlega og rétta, en ekki unnt að sameina söfnin eins og nú hagar til um húsnæði þeirra, og um leið og hún mælti með að sameina söfnin lagði hún til „að reist verði bókasafnshús í næsta nágrenni við háskól- ann, til þess að sameining safnanna verði framkvæmanleg“. Og 29. maí 1956 samþykkti Alþingi þingsályktun um að sameina söfnin og „að fela ríkisstjórn- inni að gera nauðsynlegar ráðstafanir í þá átt“, sem verður ekki skilin á aðra leið, í samræmi við tillögur nefndarinnar, en að reisa skuli bókasafnshús, enda sneri nefndin sér að vörmu spori (7. júní) til bæjaryfirvalda Reykja- víkur með beiðni um lóð undir bókasafnshús sunnan íþróttavallarins í Reykja- vík við Melaveg, og hefur nú háskólinn á afmæli sínu fengið rausnarlega úti- látna lóð hjá bæjarstjórn Reykjavíkur þar sem bókasafnshús gæti m. a. risið. Liggur í augum uppi að Árnasafn á heima í þessari byggingu með öðrum handritum íslands ásamt landsbókasafni og háskólabókasafni. Ber því skil- yrðislaust að nota tímann, meðan beðið er eftir handritunum, til að koma upp myndarlegri handritastofnun og til að reisa bókasafnshúsið, þar sem auk þess eru ekki forsvaranleg lengur þau þrengsli sem Landsbókasafn og Háskóla- bókasafn eiga við að búa. Og sú bygging á að rísa öll í einu, ekki að fara að reisa til bráðabirgða einhverja álmu, eins og heyrzt hafa tillögur um, og á ekki að vera vandi að fullgera hana á næstu þrem til fjórum árum, ef undinn er bráður bugur að. Hæfilegt framlag til handritastofnunarinnar og bóka- safnshússins er tíu milj. kr. árlega næstu tíu árin til að koma hvorutveggja vel af stað og vel fyrir frá upphafi, og er ekki ofrausn Alþingis að leggja slíka fjárhæð fram. Endurheimt handrita vorra frá Höfn er stærsti viðburðurinn í þjóðarsögu íslendinga næst eftir endurreisn lýðveldisins. Þá er íslenzka þjóðin aftur heil og gróin fomra sára. Og nú þegar handritin berast aftur í heimkynni sitt, koma þau heiðri krýnd og umleikin frægðarljóma heimsins. Því að í útlegð- inni hafa íslendingar aldrei látið þau afskiptalaus, heldur ýmsir beztu synir þjóðarinnar haldið áfram úti í Höfn að leggja við þau sömu alúð og þjóðin gerði áður, afrita þau með nýjum hætti, það er gefa þau út á prent, rannsaka þau og kynna þau þjóðinni og umheiminum, og fræðimenn af ýmsum þjóðum hafa síðan hjálpazt að við að rannsaka bókmenntir Islands svo að það sem um þær hefur verið ritað er margfalt að magni á við bókmenntimar sjálfar. 356

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.