Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Page 26

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Page 26
GUNNAR BENEDIKTSSON Siðrænt mat á siðlausu athæfi i. 2. hefti Tímarits Máls og menn- ingar þ. á. er lítil grein eftir rit- stjórann Sigfús Daðason um stríð ís- lenzku borgarastéttarinnar gegn þjóð- frelsi íslendinga og lýðræði. í grein- inni ber meira á spurningum en svör- um, enda réttilega fram tekið, að það „er nóg efni til í spurningar sem eru þess eðlis, að þó ekki sé gert annað en bera þær fram geta þær varpað ljósi á söguna sem gerzt hefur og er að ger- ast.“ — „Er hægt að neita því að ein- hverjir af oddvitum borgarastéttar- innar hafi gert það þvert um geð sér að samþykkja uppgjöfina 1946? — og ef svo var, hvaða hvatir, hvaða nauðsyn, hvaða nauðung knúði þá til þess?“ — Þetta er kjarni spurning- anna, sem fram eru settar og leitazt er við að svara. Spurningin lýtur að brennipunkt- inum í sögu íslands frá 1941 og hve langt inn í framtíð vitum við ekki í dag. Svar við spurningunni er lykill að réttum skilningi á sögu þessa ein- stæða tímabils. Það er réttilega að því vikið í nefndri ritgerð, að margt er enn í myrkrunum hulið varðandi orsakir uppgjafar og landráða for- ustumanna borgaraflokkanna, og mun sumt af því koma síðar í ljós, þegar aðgangur gefst að skjölum, sem nú er haldið leyndum, ekki sízt milliríkja- nótum. En baráttumönnum þjóð- frelsisins er mikilvægt að gera sér nú þegar sem gerst grein fyrir eðli þessa máls og brjóta til mergjar hvert það atriði, sem þegar er í dagsins ljósi, og þreifa sig síðan eftir líkum inn á þau svið, þar sem beinharðar staðreyndir liggja ekki fyrir. Mig langar að benda á nokkur atriði, sem ættu að geta hjálpað til að skýra þetta mál. II. Við skulum fyrst fara nokkrum orðum um uppruna og þróun auðstétt- ar og borgarastéttar á íslandi. í ritdómi um Vestlendinga Lúðvíks Kristjánssonar í 3. hefti áðurnefnds tímarits bendir Sverrir Kristjánsson sagnfræðingur á það, að við Breiða- fjörð og á Vestfjörðum „má merkja fyrstu lífshræringar borgaralegs þjóð- félags á íslandi, og því féll hinn póli- 360

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.