Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Qupperneq 27

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Qupperneq 27
SIÐRÆNT MAT Á SIÐLAUSU ATHÆFI tíski boðskapur Jóns (Sigurðssonar) þar í frjórri jarðveg en víða annars staðar.“ A þessum slóðum verður það fyrst, að „vísir að nýjum stéttum er að myndast, innlendir kaupmenn rísa upp og hefja þilskipaútgerð, innlend verkamannastétt, sem ekki telst til hjúa og ekki er undirorpin húsaga, er að vaxa úr grasi.“ Og Sverrir segir ennfremur: „Það er engin tilviljun, að kaupmennirnir við Breiðafjörð og á Vestfjörðum verða svo ákveðnir fylgismenn Jóns Sigurðssonar, að bændur og embættismenn Vestfirð- ingafjórðungs fylkja sér um merki hans.“ Svo sönn sem hún er þessi skil- greining okkar ágæta sagnfræðings, þá skulum við í þessu sambandi fara að því með nokkurri varúð að leita til nefndra tíma að upphafi þeirrar auð- stéttar, sem ber ábyrgðina á þjóðlífs- þróun hér á landi síðustu áratugina. Á þeim tímum mótaðist þjóðfélag hér á landi ekki af gagnverkan stétta. Það er ekki allt sagt með því, að kaup- mennirnir við Breiðafjörð og á Vest- fjörðum verði ákveðnir fylgismenn Jóns Sigurðssonar af því að þeir eru kaupmenn. Hitt er einnig rétt að láta fylgja með, að á þessum árum hefja menn kaupmennsku, af því að þeir eru gagnteknir af sjálfstæðishugsjón- um Jóns Sigurðssonar. Innlend verzl- un og fullkomnari framleiðsluhættir eru mikilvægir þættir í baráttu þjóð- arinnar fyrir sjálfstæði sínu. Braut- ryðjendur þessara starfa líta fyrst og fremst á sig sem fulltrúa fólksins í sókn til sjálfstæðis og hagsældar, en ekki sem sérstaka stétt, enda lenda þeir ekki í hagsmunalegri andstöðu við neinn sérstakan hóp innan þjóð- félagsins. Á þeim árum eru stigin þró- unarspor, sem leiða til stéttaskipting- ar nútímans, en raunveruleg stétta- skipting verður ekki þá þegar. í byrjun þessarar aldar er hér upp risin innlend verzlunarstétt. Þá kem- ur einnig aukin og vélvædd útgerð til sögunnar. Með tengslum þessara at- vinnugreina við upprennandi banka- vald kemur fram á sjónarsviðið sú yfirstétt, sem markvisst hefur þróazt í þá auðstétt, sem nú leitast við að læsa helgreipum um íslenzkt þjóðlíf og virðist engu skeyta, þótt íslenzka þjóðin glopri úr höndum sér yfirráð- um yfir landi sínu og stefni fram af ætternisstapa. Samtímis taka verka- menn að byggja skjólgarða gegn á- sælni hennar með stofnun félagssam- taka, og bætt kjör og aukin lýðrétt- indi verður alþýða landsins nú að sækja í hendur henni í opinni baráttu. Þessi upprísandi auðstétt kemur lít- ið við sögu í baráttu þjóðarinnar und- an yfirráðum Dana. Sú barátta er að nálgast lokastigið um það bil sem þessi auðstétt kemur fram á sjónar- sviðið, forusta hennar er enn í hönd- um bændanna og frjálslyndu embætt- ismannanna og menntamannanna, og verkamannastéttin fylkir sér þegar 361
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.