Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Síða 37

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Síða 37
ILJA ERENBÚRG Kaffiliúsið Rotonde Kaflar úr fyrstu bók endurminninga [í fyrsta hefti þessa árgangs Tímaritsins var birt upphafið að endurminning- um Erenbúrgs, sem komu út í Moskvu í fyrra. í þeim köflum sem hér koma á prent greinir höfundurinn frá kynnum sínum við nokkra listamenn í París, Modigliani, Max Jacob, Fernand Léger, og samkomustað þeirra, kaffihúsinu Rotonde.] 19. VIÐ heyrum oft talað um fílabeinsturninn, sem þau skáld og listamenn hafa mætur á, er flýja vilja veruleikann. Ég hef aldrei búið í þessum turni og veit ekki, hvort hann var nokkurn tíma til. Ég kom ekki heldur í þann „turn“ (eða réttara sagt hanabjálkaloft), þar sem skáldið V. I. ívanof bjó og Alexei Tolstoj vandi komur sínar á æskuárum. Við vorum hundrað talsins, skáld og listamenn, semhötuðum ríkjandi þjóðfélag: Frakkar, Rússar, Spánverjar, ítal- ir, annarra þjóða menn, allir mjög fátækir, illa klæddir, svangir, en ákveðnir að skapa nýja, sanna list, hvað sem tautaði og raulaði. Við héldum til í loft- illu, illa lýstu kaffihúsi, sem allra sízt líktist turni úr fílabeini. Majakovskí skrifaði í árslok 1924: „Handan við glugga Rotondu reis París í fjólubláu, París í anilínlit.“ Majakovskí sá þá Rotondu, sem túristar skoðuðu eins og hvem annan sögustað, þetta var ekki lengur vesæl og daunill krá held- ur forn minjagripur, uppdubbaður, stækkaður, nýmálaður. Utlendingar komu og hlustuðu á útskýringar leiðsögumannanna: „Við þetta borð sátu þeir venju- lega Guillaume Apollinaire og Picasso ... í þessu horni teiknaði Modigliani viðstadda og lét teikningu fyrir koníaksstaup ...“ Nú er ekki einu sinni neitt að sýna túristum: þar sem Rotonda stóð hefur verið reist kvikmyndahús. En stundum er Rotondu stillt upp í kvikmyndaver- um: það eru framleiddar myndir um óeirðasamt og dularfullt líf „síðustu full- 371
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.