Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Page 37
ILJA ERENBÚRG
Kaffiliúsið Rotonde
Kaflar úr fyrstu bók endurminninga
[í fyrsta hefti þessa árgangs Tímaritsins var birt upphafið að endurminning-
um Erenbúrgs, sem komu út í Moskvu í fyrra. í þeim köflum sem hér koma
á prent greinir höfundurinn frá kynnum sínum við nokkra listamenn í París,
Modigliani, Max Jacob, Fernand Léger, og samkomustað þeirra, kaffihúsinu
Rotonde.]
19.
VIÐ heyrum oft talað um fílabeinsturninn, sem þau skáld og listamenn hafa
mætur á, er flýja vilja veruleikann. Ég hef aldrei búið í þessum turni og
veit ekki, hvort hann var nokkurn tíma til. Ég kom ekki heldur í þann „turn“
(eða réttara sagt hanabjálkaloft), þar sem skáldið V. I. ívanof bjó og Alexei
Tolstoj vandi komur sínar á æskuárum. Við vorum hundrað talsins, skáld og
listamenn, semhötuðum ríkjandi þjóðfélag: Frakkar, Rússar, Spánverjar, ítal-
ir, annarra þjóða menn, allir mjög fátækir, illa klæddir, svangir, en ákveðnir
að skapa nýja, sanna list, hvað sem tautaði og raulaði. Við héldum til í loft-
illu, illa lýstu kaffihúsi, sem allra sízt líktist turni úr fílabeini.
Majakovskí skrifaði í árslok 1924: „Handan við glugga Rotondu reis París
í fjólubláu, París í anilínlit.“ Majakovskí sá þá Rotondu, sem túristar skoðuðu
eins og hvem annan sögustað, þetta var ekki lengur vesæl og daunill krá held-
ur forn minjagripur, uppdubbaður, stækkaður, nýmálaður. Utlendingar komu
og hlustuðu á útskýringar leiðsögumannanna: „Við þetta borð sátu þeir venju-
lega Guillaume Apollinaire og Picasso ... í þessu horni teiknaði Modigliani
viðstadda og lét teikningu fyrir koníaksstaup ...“
Nú er ekki einu sinni neitt að sýna túristum: þar sem Rotonda stóð hefur
verið reist kvikmyndahús. En stundum er Rotondu stillt upp í kvikmyndaver-
um: það eru framleiddar myndir um óeirðasamt og dularfullt líf „síðustu full-
371