Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Blaðsíða 39

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Blaðsíða 39
KAFFIHÚSIÐ ROTONDE „Ætli ég þekki ykkur ekki. Þið búið til krakka og afneitið þeira svo. Jæja, farðu með hann heim til mín, þar er gömul kona, sem getur hjálpað þér. Drottinn minn, er það nú pabbi . ..“ Libion bjó við hliðina á Rotondu, íbúð- in var smáborgaraleg: rauðar portérar, snoturt landslag á veggnum. Aldrei hefði Libion hengt Modigliani eða Soutine upp hjá sér, guð hjálpi mér. Hann festi vinskap við viðskiptavini sína, ekki verk þeirra. Eftir Febrúarbyltinguna heimsóttu Rotondu rússneskir hermenn úr herdeild, sem keisarastjórnin hafði sent til vesturvígstöðvanna; þeim hafði verið sagt, að þar gætu þeir hitt rússneska útlaga. Hermennirnir kröfðust þess, að þeir væru sendir heim til Rússlands. Lögreglan tók að ónáða Libion; sagt var, að Rotonda væri aðalbækistöð byltingarmanna, og hermönnum var bannað að heimsækja kaffihúsið. Libion varð fyrir tilfinnanlegu tjóni, auk þess varð hann hræddur: tímarnir voru afleitir. Clemenceau hafði einsett sér að herða á öllum skrúfum, lögreglan fór hamförum. Eftir ræskingar og andvörp seldi Libion Rotondu öðrum vert, en keypti sjálfur lítið kaffihús á friðsælum stað, sem lengst frá öllum listamönnum. En einmitt þá skildi hann, að hann hafði engan áhuga á venjulegum gestum. Stundum kom hann á Rotondu, settist í dimmu horni, pantaði ölkrús og horfði dapur í kringum sig. Nokkrum árum síöar dó hann; listamenn og skáld komu til að grafa hann, sumir voru þá orðn- ir þekktir, og Libion hlaut frægð eftir dauðann eins og margir viðskiptavinir hans. Fyrsta skáldsaga mín hefst á nákvæmri greinargerö: „Ég sat eins og venju- lega á kaffihúsi á Montparnasse yfir tómum bolla og beiö þess að einhver frelsaði mig og borgaði þolinmóðum þjóninum sex sú.“ Síðan segi ég frá því, að inn gekk Julio Jurenito, sem mér sýndist vera andskotinn sjálfur, en þetta er auðvitað uppdiktun. Ég hitti á Rotondu menn, sem höfðu mikil áhrif á líf mitt, en ég fór ekki villt á neinum þeirra og skrattanum, — allir vorum við þá bæði skrattar og píslarvottar, sem skrattamir steiktu á pönnu. Við fórum sjaldan í leikhús og ekki aðeins vegna þess að við vorum félitlir, — við hlut- um sjálfir að leika í löngu og flóknu leikriti; ekki veit ég hvað ég ætti að kalla það, — farsa, sorgarleik eða sirkussýningu; má vera hér eigi bezt við heiti sem Majakovskí hefur fundið upp: Mistería-Búffa. Vissulega var Rotonda mjög litauðug á ytra boröi: hrærigrautur kynþátta, og hungur og deilur og andi útskúfunar (einsog alltaf lét viðurkenning sam- tíðarmanna bíða eftir sér). Einmitt þessi litauðgi freistar kvikmyndamann- anna. Þegar tilviljunargestur, — bílstjóri eða bankamaður, leit inn í dimmt herbergið eftir að hafa drukkið kaffibolla og eitt staup við diskinn, brosti 373
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.