Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Side 40

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Side 40
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR hann furðu sleginn eða sneri sér undan hneykslaður: jafnvel þeir lífsreyndu Parísarbúar voru ekki vanir svona samkundu. Furðulegust var þessi margbreytni manngerða og tungumála; var þetta sýningarskáli á alþjóðlegri sýningu eða frumæfing á heimsfriðarþingum fram- tíðarinnar? Mörgum nöfnum hef ég gleymt, en nokkur man ég: sum þekkja allir, en það hefur fallið á önnur. Hér fer á eftir listi, sem er hvergi nærri full- kominn: Frönsku skáldin Guillaume Apollinaire, Max Jacob, Blaise Cendrars, Cocteau, Salmon, málararnir Léger, Vlaminck, André Lhote, Metzinger, Glei- zes, Carnot, Chantal, gagnrýnandinn Elie Faure; Spánverjarnir Picasso, Juan Gris, María Blanchard, blaðamaðurinn Corpus Barga; ítalirnir Modigliani, Severini; Mexíkanarnir Diego Rivera, Sarraga; rússnesku listamennirnir Cha- gall, Soutine, Larionov, Gontsjarova, Sterenberg, Kremegne, Feder, Fotin- sky, Marievna, Izdebsky, Dilevsky, myndhöggvararnir Archipenko, Zadkine, Meschaninow, Indenbaum, Orlowa; Pólverjarnir Kisling, Marcoussis, Gottlieb, Zak, myndhöggvararnir Dunikowski, Lipschitz; Japanarnir Foujita og Kava- shima; norski málarinn Per Krogh: dönsku myndhöggvararnir Jakobsen og Fischer; Búlgarinn Pascine. Líklega hef ég lilfært einn tíunda. Utlit gestanna hlaut líka að koma ókunnugum spánskt fyrir sjónir. Enginn getur til dæmis lýst því með nokkurri nákvæmni, hvernig Modigliani var til fara; á góðum dögum gekk hann í ljósri flauelsblússu með rauðan klút um hálsinn, en þegar hann hafði drukkið lengi, betlað, verið veikur, var hann vaf- inn í skærlitar tuskur. Japanski málarinn Foujita gekk í heimaofinni skikkju. Diego Rivera skók skrautlegan mexíkanskan staf. Vinkona hans, listakonan Marievna (Vorobjova-Stébélskaja) hafði mætur á sterklitum flíkum, rödd hennar var há og hvöss. Skáldið Max Jacob bjó á hinum enda Parísar, á Montmartre, hann kom á daginn sparibúinn með skjannahvítar ermalíningar og einglyrni. Indjáni með fjaðrir í hárinu sýndi viðstöddum pastelmyndir sínar. Myndhöggvarinn Zadkine kom í samfesting, og fylgdi honum geysistór hundur, frægur að geðvonzku. Fyrirsætan Margol klæddi sig úr að vana; ein- hverju sinni sagði hún mér, að draumur sinn væri að verða drottning; mig furðaði á þessu, en hún útskýrði málið: „Fífl ertu. Alla langar til að nauðga drottningunni...“ Kremegne og Soutine sátu undantekningarlaust í dimm- asta horninu. Soutine var skelfdur og syfjaður á svipinn; hann virtist nývak- inn, og hafði ekki haft tíma til að þvo sér og raka sig; hann hafði augu ofsótts dýrs, máske af því að hann var hungraður. Enginn gaf honum gaum. Var hægt að ímynda sér, að söfn heimsins myndu berjast um myndir þessa vesældar- lega unglings frá Smilovitsji? ... 374

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.