Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Side 42
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
handa þeim erlend blöð. Svíar drukku manna mest, og voru því fyrirmyndar
viðskiptavinir. Ég man að hjá mér sat sænskur málari; öðru hverju pantaði
hann tvöfaldan konjak, — það var kominn stafli af undirskálum á borðið.
Konjakið truflaði hann ekki við lestur Svenska Dagbladet, sem huldi andlit
hans. Allt í einu datt blaðið, — Svíinn hafði gefið upp andann. Lögreglan
kom, við gengum þegjandi heim. Spánverji nokkur, heljarrumur, varð ein-
hverju sinni óður, þreif marmaraborð og veifaði því í kringum sig, æpti, að
nú skyldi hann drepa alla viðstadda, því hann hefði viðbjóð á þessu lífi. Við
hörfuðum undan að disknum. Libion hélt fast við þá meginreglu, að kalla
aldrei á lögregluna. Spánverjinn fór allt í einu að brosa, setti niður borðið og
sagði: „Nú getum við skálað fyrir næsta lífi . .
Rotonda var samt sem áður ekki nein Babýlon, heldur kaffihús. Þar áttu eig-
endur sýningarsala stefnumót við listamenn, írar rökræddu hvernig þeir gætu
komið Englendingum fyrir, skákmenn sátu furðulengi yfir tafli.
I árslok 1914 kom bróðir Modigliani, þingmaður og sósíalisti, frá Ítalíu til
Parísar. Giuseppe Modigliani var andvígur þátttöku Ítalíu í styrjöldinni, í
Rotondu átti hann stefnumót við J. 0. Martof og P. L. Lapinski. Sagt var, að
það hefði fengið mikið á hann, að sjá bróður sinn viti sínu fjær, og kenndi
hann um slæmum félagsskap Rotondu.
Rotonda gat samt sem áður ekki svipt neinn mann sálarró, hún dró aðeins
til sín þá menn, er rósemd voru sviptir hvort eð var. Blaðamennirnir vissu
ekki um hvað við töluðum; stundum lýstu þeir slagsmálum, drykkjum, sjálfs-
morðum. Af Rotondu fór æ verra orð. A stríðsárunum sá ég unga, hæverska
konu sitja við næsta borð, það var fljótséð, að hún hafði af tilviljun lent á
Montparnasse. Hún ávarpaði mig feimin; það kom á daginn að hún var hatta-
saumakona frá Poitiers, var á stuttri ferð til Parísar og langaði til að kynnast
lífi listamanna. Ég útskýrði fyrir henni, að ég væri ekki listamaður heldur
rússneskt skáld. Það fannst henni þeim mun rómantískara. Hún fylgdi mér að
hótelinu og bað um leyfi til að sjá hvernig ég byggi. í þann tíma hugsaði ég
öllum stundum um listakonuna Chantal, og ég svaraði þurrlega, að ég þyrfti
að vinna. „Þér skuluð vinna, bara að ég mætti sitja og láta ekki á mér bera.“
Henni fannst hræðileg óreiða í herberginu og tók til, náði í götuga sokka úr
skápnum, stoppaði í þá, festi tölur á skyrtur og fór ánægð, því nú hafði hún
kynnzt bóhemalífi. En ég sat í köldu herberginu og orti ljóð: „í kjötbúðinni
dottuðu svínshausar, fölir eins og dömur, dapurleiki draup úr dauðum augum
á tárvotan marmara. Ef þú vilt, skal ég gefa þér farséraðan gölt eða konfekt-
kassa með mynd af dómkirkjunni í Rheims.“
376