Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Side 47

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Side 47
KAFFIHÚSIÐ ROTONDE loðins fjárhunds, hinn ráðvillti Soutine, hin blíða Jeanne skyrtuklædd, lítil stúlka, gamall maður, fyrirsæta, einhver yfirskeggjaður náungi — öll líkjast þau börnum sem einhver hefur móðgað, sært. Mér finnst, að Modigliani hafi sýnzt lífið vera stórt barnaheimili, sem mjög vondir fullorðnir menn hafa skipulagt. Auðvitað er líka sannleikur fólginn í þjóðsögunni, og það er auðskilið hversvegna ævisaga Modiglianis getur freistað höfundar kvikmyndahandrits. Ekki alls fyrir löngu las ég í dagblaði, að lítil andlitsmynd eftir Modigliani hefði á uppboði í Ameríku selzt á 100 þúsund dollara; á allri ævi sinni hefur Modigliani ekki eytt fjórðungi þeirrar upphæðar. Oft sá ég Rosalie gömlu, sem átti litla ítalska matstofu við Campagne Premiére taka við teikningum af Modigliani fyrir kjötbita eða makkarónuskammt, hún vildi þær ekki, en hann hélt fast við sinn keip, því hann væri enginn betlari, en Rosalie horfði á þessi blöð, útbíuð af mjóum, slitnum strikum og andvarpaði með armæðusvip: „Drottinn minn dýri . ..“ Það er einnig rétt, að jafnvel upplýstir áhugamenn um myndlist skildu hann ekki. Þeir sem höfðu mætur á impressjónistum, gátu ekki fyrirgefið Modigliani kæruleysi hans um liti, skýrleika í teikningu, af- myndun fyrirmyndarinnar. Allir töluðu um kúbisma: málararnir, tröllriðnir af eyðileggingarhneigð, voru um leið verkfræðingar og byggingameistarar. Vinir kúbistískra mynda litu á Modigliani sem hverja aðra tímaskekkju. Ævisöguhöfundar segja að árið 1914 hafi verið happaár fyrir Modigliani: þá fann hann myndasalann Zborowsky, sem skildi strax myndir hans og fékk ást á þeim. En Zborowsky var sjálfur ekki neinn lukkunnar pamfíll: ungt pólskt skáld kom til Parísar, lét sig dreyma um að sigla til töfraeyjarinnar Sýteru, en hafnaði á grynningum — yfir kaffibolla á Rotondu. Hann var mað- ur félaus, leigði litla íbúð, bjó með konu sinni. Modigliani vann þar oft. En Zborowsky stakk myndum hans í handarkrikana og ráfaði frá morgni til kvölds um París og reyndi árangurslítið að freista alvörumyndakaupmanna með verkum hins ítalska meistara. Það er líka satt, að stundum náðu óró, skelfing, reiði tökum á Modigliani. Ég man nótt í vinnustofu, fullri af allskonar rusli, þar var margt fólk — Diego Rivera og Volosjín og fyrirsætur. Modigliani var mjög æstur. Vinkona hans Beatrice Hastings talaði með sterkum enskum hreim: „Modigliani, gleymið ekki, að þér eruð séntilmaður, móðir yðar er hefðarkona . ..“ Þessi orð verk- uðu á Modi eins og formælingar; hann sat lengi þegjandi, svo þoldi hann ekki við lengur og fór að brjóta niður vegginn, reif niður kalkhúðina, reyndi að draga út múrsteinana. Fingur hans voru allir í blóði, en í augum hans var 381

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.