Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Qupperneq 48

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Qupperneq 48
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR þvílík örvænting, að ég þoldi ekki við og gekk út í skítugan húsagarð, þar sem hrúgað var saman brákuðum myndastyttum, brotnum diskum og tómum köss- um. A stríðsárunum kom hann oft á kvöldin á matstofuna þar sem málarar fengu sér kvöldskatt; þá sat hann á stigaþrepi, stundum las hann úr Dante, stund- um talaði hann um stríðið, um ragnarök menningarinnar, um skáldskap, um allt nema myndlist. Um tíma hafði hann miklar mætur á spádómum fransks sextándualdarlæknis, Nostradamusar. Hann fullvissaði mig um það, að Nostradamus hefði séð nákvæmlega fyrir frönsku byltinguna, sigra og fall Na- póleons, endalok Páfaríkis, sameiningu Ítalíu; tilfærði spádóma, sem enn höfðu ekki rætzt: „Hér er smáatriði — lýðveldi á Ítalíu ... En hér koma stærri hlutir — menn verða sendir í útlegð út á eyjar, til valda kemur grimm- ur harðstjóri, allir verða fangelsaðir, sem ekki læra að þegja, og farið verð- ur að útrýma fólki . . .“ Hann dró upp úr vasa sínum þvælda bók og hrópaði: „Nostradamus sá herflugvélar fyrir. Bráðum verða allir sem dirfast að brosa eða gráta þegar ekki á við sendir til heimskautanna, — sumir á Norður- skautið, aðrir á Suðurskautið.“ Þegar fyrstu fregnir bárust af byltingunni í Rússlandi, kom Modi hlaupandi til mín, faðmaði mig og æpti eitthvað fullur hrifningar. (Stundum gat ég ekki skilið, hvað hann var að segja). Ung stúlka, Jeanne að nafni, tók að venja komur sínar á Rotondu; hún líkt- ist skólastúlku, var bjarteygð og ljóshærð. Sagt var, að hún væri að læra að mála. Skömmu áður en ég fór til Rússlands sá ég Jeanne og Modigliani á Boulevard de Vaugirard. Þau leiddust brosandi. Ég hugsaði: loksins hefur Modi fundið gæfu sína. Ég kom aftur til Parísar í maí 1921. Menn sögðu mér í snatri helztu fréttir. „Hvað, veiztu ekki, að Modigliani er dáinn?“ Ég hafði engar spurnir haft af vinum mínum frá Rotondu. Modi hóstaði stöðugt, honum var síkalt, lungun tærðust óðum, líkaminn var þrotinn að kröftum. Hann dó í sjúkrahúsi í árs- byrjun 1920. Jeanne var ekki í kirkjugarðinum. Þegar vinir hans komu í Rot- ondu eftir jarðarförina fréttu þeir, að fyrir stundu hefði hún hent sér út um glugga. Eftir lifði lítil dóttir Modi — líka Jeanne. Það er allt og sumt. Það var skotið saman til að jarða Modigliani. Ári síð- ar var opnuð sýning á verkum hans í París. Um hann voru skrifaðar bækur, menn græddu fé á myndum hans. Þetta er annars svo algeng saga, að ekki tek- ur því að fjölyrða um hana. í ýmsum söfnum heimsins — í New York, í Stokkhólmi, í París, í London 382
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.