Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Side 49

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Side 49
KAFFIHÚSIÐ ROTONDE hef ég átt endurfundi við Modigliani. Hann málaði stundum naktar konur, en oftar andlitsmyndir. Hann skapaði margt fólk; sorg þess, ofsótt blíða þess og umkomuleysi verða safngesti minnisstæð. Má vera að einhver postuli raunsæisstefnunnar segi, að Modigliani hafi vanvirt náttúruna, að konurnar á myndum hans hafi alltof langa hálsa og hendur. Rétt eins og mynd sé líffræðikort! Eins og hugsanir, tilfinningar, ástriður raski ekki hlutföllum? Modigliani var ekki kaldur áhorfandi, hann horfði ekki á fólk úr fjarlægð, hann lifði með því. Þetta eru myndir af fólki, sem elskaði og þjáðist, og dagsetningarnar eru ekki aðeins vörður á vegi lista- mannsins, þær eru vörður aldarinnar: 1910—1920. Það er hlægilegt að halda því fram, að Modigliani hafi ekki vitað hve margir hryggjarliðir eru í háls- inum — það lærði hann mörg ár í listaskólum Lívomo, Flórens, Feneyja. Hann vissi líka annað: hve mörg ár eru í einu ári sem 1914. Og ef svo virtist sem aldagamalt mat á mannlegum verðmætum væri allt annað orðið, hvernig gat þá listamaðurinn annað en séð að andlit fyrirsætunnar hafði breytzt? Myndir Modigliani segja næstu kynslóðum frá mörgu. En ég horfi á þær, og fyrir mér er gamall æskuvinur. Astin til mannanna var rík í honum, og hann hafði þungar áhyggjur þeirra vegna. Menn skrifa: „hann drakk, það greip hann æði, hann dó“. Það er ekki þetta sem máli skiptir. Jafnvel örlög hans skipta ekki máli, þótt lærdómsrík séu eins og forn dæmisaga. Orlög hans voru nátengd örlögum annarra; ef einhver vill skilja harmleik Modiglianis, þá skyldi sá maður ekki minnast hasjísjins heldur eiturgassins, þá skyldi sá maður hugsa um hina ráðvilltu og stjörfu Evrópu, um örlög hverrar fyrir- myndar Modiglianis, sem járnhringurinn var þá þegar farinn að þrengja að. 22. ... Af tilviljun barst mér bók í hendur: bréf skáldsins Max Jacobs. Árið 1915 skrifar hann Guillaume Apollinaire, sem þá er brigadír í stórskotalið- inu: „Með okkur er allmikið skáld rússneskt, Ilja Erenbúrg, hann hefur þýtt mér ljóð sín. Hann álítur sig lærisvein Jammes, en hann minnir meir á þig eða Heine. I kvæðum hans er eitthvað í ætt við Dómsdag, menn koma að sækja gamlan mann, sem situr í kaffihúsi — vitið þér ekki að Dómsdagur er kominn? Allir verða að mæta. En sá gamli svarar: „Hvað er þar? Dómsdag- ur? Get ekki komið, ég er boðinn til kvöldverðar.“ Ekki eru öll kvæði hans eins sterk og þetta, en gott væri að fá fleiri skáld eins sterk og þessi maður ...“ 383

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.