Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Blaðsíða 50

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Blaðsíða 50
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR (Einhverjum fannst ég þá vera sterkur, en sjálfur hugsaði ég oft um vanmátt minn). Max Jacob sagðist vilja þýða nokkur kvæði mín á frönsku. Við unnum heima hjá honum; hann bjó í litlu herbergi á Montmartre. Hann kom sem fyrr í Rotondu einstaklega glæsilega klæddur, en þegar heim kom fór hann úr sparifötunum og lagði þau varlega niður í koffort og skrýddist blettóttri blússu. Ýmislegt var það í fari Max Jacobs, sem minnti á annan Max — Volosjín: báðir fengust við myndlist, auk kveðskapar, báðir höfðu yndi af leik, fífla- látum, uppgerðarleynibralli. Þegar Max Jacob lenti undir bíl og var fluttur á spítala, grátbað hann alla að láta dóttur sína vita, þótt hann ætti enga dóttur. Hann skírðist til kaþólsku: fullyrti, að bæði Kristur og María hefðu vitrazt sér. Ég veit ekki hvað af þessu var leikur, hvað trú. Hann sagði mér í fyllstu alvöru, að guðsmóðir hefði birzt sér og sagt: „Max, þú ert drullusokkur“ ... Picasso var guðfaðir hans. Listin var öll ástríða Max Jacobs. Hann orti Ijóð, blíðleg og full hæðni, stundum lúskraði hann sjálfsánægðum borgurum, stundum skriftaði hann eins og barn; hann sá fyrir blómaskeið eðlisfræði og stjörnufræði, bjó yfir óvenjulegu ímyndunarafli og næmi, sem hjálpuðu honum til að finna á sér marga hluti; hann skrifaði um það, hvernig ráðherrar og fagurkerar ræða abstrakt um hreina list, um mikilleik Frakklands, en yfir þeim er blýþungur himinn, sundurskorinn af eldingum. Hann bjó í klaustri við Loire, þegar heimsstyrjöldin síðari skall á. Brátt varð Max að setja upp gula stjörnu — hann var Gyðingur. Hann skrifaði vinum sínum dapurleg bréf, vissi hvað beið hans. Einu sinni heimsótti hann Paul Eluard, þátttakandi í andspyrnuhreyfingunni, hann kom til að segja Max frá því, hvað hið unga Frakkland ætti honum að þakka. í árslok 1917 fékk ég bréf frá Max Jacob til Moskvu: hann tilkynnti, að þýðingar Ijóða minna hefðu verið lesnar upp á kvöldi nútímaskáldskapar í Salon d’automne. Ég svaraði ekki, — við lifðum í ólíkum heimum. í janúar 1945 tilkynnti Parísarútvarpið, að Þjóðverjar hefðu drepið Max Jacob. Síðar hafði ég nánari spurnir af því, hvernig dauða hans bar að. í ársbyrjun 1944 fluttu Þjóðverjar Max til Drancy. Þaðan voru Gyðingar flutt- ir til Auswitz (þar dóu allir ættingjar Jacobs). Max var sextíu og átta ára gamall; hann veiktist í Drancy og dó þar. Þeir sem af komust sögðu, að hann hefði dáið með sæmd, deyjandi reyndi hann að hressa aðra og ylja þeim um hjartarætur ... 384
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.