Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Page 61

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Page 61
HALLFREÐUR EIRÍKSSON V' Karel Capek Karel Capek fæddist í Malé Svato- novice, smábæ í norðausturhluta Bæheims árið 1890. Faðir hans var læknir, en einskorðaði sig ekki við læknisstörfin heldur var áhugasamur um almenn mál og skáld gott á hér- aðsmælikvarða. í móðurætt var Ca- pek kominn af mölurum, efnuðu fólki, sem búið hafði þama í marga ættliði og hafði í heiðri fornar venj- ur, og var nákunnugt þeim munn- mælasögnum, sem við héraðið voru tengdar. Móðir Capeks safnaði þjóð- sögum og þjóðkvæðum, en miklu meiri áhrif á Capek og varanlegri hafði amma hans. Hún var létt í lund, guðhrædd á forna vísu og ágætlega að sér í þjóðlegum fróðleik. Sagðist Capek svo frá síðar meir, að til henn- ar hefði hann sótt þá þekkingu á móð- urmálinu, sem honum hafi enzt æ síð- an. Héraðið kringum Malé Svatonovice er hæðótt, skógi vaxið, heldur ófrjótt á tékkneskan mælikvarða en fagurt á að líta. Hagur manna þar var þess vegna heldur þröngur fyrr á öldum og bændauppreisnir algengar. En á 19. öld varð iðnaður aðalatvinnuveg- ur manna í héraðinu, og fæðingar- staður Capeks breyttist úr sveitaþorpi að kalla í iðnaðar- og námabæ. Hafði sá vöxtur ekki stöðvazt á æskuárum Capeks. En kjör verkalýðsins fóru ekki batnandi að sama skapi, og mun kjarabarátta hans ekki hafa farið al- gerlega fram hjá Capek, þótt ungur væri að árum, því að faðir hans hélt oft fyrirlestra á fundum verkamanna. Snemma fór Capek að yrkja. Á átt- unda ári orti hann tækifæriskvæði fullum fetum ásamt eldri bróður sín- um Jósef. Jafnhliða skáldskapnum fékkst Capek við að mála, og málaði hann svo vel, að við lá, að eigandi postulínsgerðar réði hann til sín sem málara. En faðir Capeks ætlaði syni sínum meiri hlut og setti hann tíu ára gamlan í menntaskólann í Hradec Králové, sem er um 30 km leið þaðan. Ekki auðnaðist Capek að útskrifast úr þeim æruverða skóla, því að vart fermdum var honum vísað þaðan vegna þátttöku í málfundafélagi stjórnleysingja. Barg faðir hans hon- um með naumindum undan ofsókntim 395

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.