Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Blaðsíða 62

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Blaðsíða 62
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR stjórnlyndra yfirvalda, og kom hann honum í skóla í stærstu borg Mæris, Brno, og lauk Öapek þaðan stúdents- prófi. Að því loknu settist Capek í heimspekideild háskólans í Prögu, og lagði stund á heimspeki þar og í Ber- lín. Auk þess dvaldist hann á stúdents- árum sínum í París um hríð ásamt Jósef bróður sínum. Námsáhyggjur munu ekki hafa sótt alltof fast að Capek, því að á þessum árum sneri hann sér að rit- störfum fyrir alvöru. Gerðu þeir bræðurnir félag með sér og mynduðu eins konar tvístirni á himni bók- menntanna. Ritsmíðar þeirra féllu í svo góðan jarðveg, að árið 1916 gáfu þeir út úrval úr verkum sínum í bók- arformi. Var það safn smásagna, frá- sagna og neðanmálsgreina. Tveimur árum síðar gáfu þeir út annað safn. Vöktu báðar þessar bækur mikla at- hygli. Gagnrýnendur voru á einu máli um, að ekki væru þær ýkjafrumlegar, þar mætti finna merki um allar þær bókmenntastefnur, sem þá voru uppi, en kváðu jafnframt upp þann dóm, að mál og stíll væri frábært. Þessi dómur gagnrýnendanna hef- ur staðizt betur tímans tönn en marg- ir aðrir af sama tagi. Báðar þessar hækur bera vitni um óhemju yfir- gripsmikla og djúpstæða þekkingu á þeim bókmenntastefnum, sem hæst bar, einkum úrkynjunarstefnunni, er þeir bræður skopstældu með svo góð- um árangri, að báðar halda bækur þessar bókmenntagildi sínu að kalla enn þann dag í dag. Þegar heimsstyrjöldin fyrri skall á, var Capek maður enn kornungur og lífsskoðanir hans enn í mótun. Þess vegna hafði styrjöldin enn meiri áhrif á þær en hún hefði haft að öðruin kosti. A þessum árum kristallaðist heimsskoðun Capeks, einstaklings- bundinn húmanismi, sem er hinn rauði þráður allra verka hans æ síð- an. Um styrjöldina skrifaði Capek tvær bækur. í þeim fjallar hann ekki um sögu stríðsins sjálfs, heldur al- menn vandamál, sem stríðið hafði átt sök á, skilin á háspekilegan hátt. Ut úr þessum bókum Capeks skín ótti og andúð á járnhörðu lögmáli nauðsynj- arinnar og bergmáli þess í skapgerð manna. Þessi tilfinning fyrir ófrelsi mannlegra athafna, að ógerlegt sé að brjóta af þeim hlekki hins ylri veru- leika, er svo sterk, að Capek kemur ekki auga á neina aðra leið út úr ógöngunum en kraftaverk. Mjög eðlilegar ástæður lágu til þess, að hinn óhugnanlegi veruleiki stríðsins birtist í verkum Capeks á þennan akademíska hátt. Sjálfur tók hann ekki þátt í styrjöldinni; var að vísu kvaddur í herinn, en gerður aft- urreka sökum hættulegs sjúkdóms, sem hann þjáðist af á þeim árum. Capek gat ekki ausið úr endurminn- ingabrunninum eins og landi hans Hasek, sem barðist í austurríska hemum, áður en honum tókst að 396
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.