Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Page 63

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Page 63
KAREL CAPEK hlaupast undan merkjum, og þekkti því styrjöldina af eigin raun. En auð- vitað hafði styrjöldin bein áhrif á líf Capeks á annan hátt. Svo mikill fjöldi vina og félaga hans féll, að sú kyn- slóð, sem síðar var kennd við Capek, týndist því nær. Styrjöldin batt enn fremur enda á samvinnu þeirra bræðra, Karels og Jósefs, að því er snerti skáldsagnagerð. Karel Capek reit einn stríðsbækur sínar. Síðar tókst með þeim bræðrum heilladrjúg samvinna í leikritagerð. Námi lauk Capek, þegar styrjöldin stóð sem hæst og komst þá að raun um, að lausn frá herþjónustu veitti enga atvinnutryggingu fyrir ungan, nýbakaðan heimspeking. Eftir langa mæðu tókst honum að fá bókavarðar- stöðu, en gafst fljótlega upp á þeirri atvinnu, enda ekki nema miðlungi vel launuð. Fór hann þá að dæmi ýmissa frægra rithöfunda og gerðist heimil- iskennari á sveitasetri bæheimsks aðalsmanns. En kjör Capeks voru samt sem áður kröpp á þessum árum. Löngu seinna komst Capek svo að orði, að hann hafi farið til þess sök- um atvinnuleysis og af örvæntingu að skrifa bækur. Ritstörf íapeks á þessum árum voru hin margvíslegustu. Árið 1920 gaf hann út þýðingar á frönskum skáldskap. Höfðu þessar þýðingar geysileg áhrif á heila kynslóð tékk- neskra skálda. í lok heimsstyrj aldarinnar fyrri hrundi hið forna Austurríki til grunna, og eitt þeirra þjóðríkja, sem reis á rústunum, var Tékkóslóvakía. Innanlandsmál hins nýja ríkis voru öll á ringulreið og verður ástandinu helzt líkt við ástandið í Rússlandi eft- ir marzbyltinguna 1917. Borgarastétt- in tékkneska, sem rankaði við sér rétt eftir að alþýða og millistéttir Prögu höfðu lýst yfir lýðveldi og náði í ráð- herrastólana í hinu nýja ríki, var þess lítt megnug fyrst í stað að skipa mál- um lýðveldisins eftir sínu höfði, því að alþýða manna, forystulítil að vísu en furðulega ákveðin, krafðist allvíð- tækrar þjóðnýtingar. Stóð lengi í stappi, hvor ofan á yrði, en að lokum tókst tékkneskri borgarastétt að vinna fullan sigur með dyggilegri aðstoð hægri sósíaldemókrata. Höfuðforingi tékkneskrar borgarastéttar var Tomás Garrigue Masaryk, fyrrverandi pró- fessor í heimspeki við háskólann í Prögu og afar snjall stjórnmálamað- ur, og var hann kjörinn fyrsti forseti Tékkóslóvakíu. Hann fordæmdi tækni og aðferðir byltingarinnar á þeim forsendum, að bylting, sem kostaði valdbeitingu, væri úrelt og aftur- haldssöm, að „háaðallinn hefði gert pólitískar byltingar sér til dægrastytt- ingar“. En Masaryk beitti ekki aðeins neikvæðum áróðri. Hann boðaði húmanisma, sem hann skilgreindi þannig: „Húmanisminn er ekki til- finningasemi heldur vinna og aftur vinna.“ 397

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.